„Antoine Lavoisier“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Siggigg97 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Siggigg97 (spjall | framlög)
m Bætti við nokkrum linkum á aðrar greinar
Lína 1:
[[File:David - Portrait of Monsieur Lavoisier (cropped).jpg|thumb|]]
'''Antoine Lavoisier''' (26. ágúst 1743 – 8. maí 1794) var franskur [[Efnafræði|efnafræðingur]]. Framlag hans til efnafræðinnar var gífurlegt og er hann oft kallaður faðir nútímaefnafræðinnar. Lavoisier tókst á vísindaferli sínum að umbylta því hvernig hin vísindalega aðferð var notuð í efnafræðirannsóknum og hversu nákvæmlega niðurstöður voru skráðar niður, það mætti segja að hann hafi gert efnafræði að almennilegri vísindagrein. Lavoisier er einna þekktastur fyrir það að átta sig á hlutverki [[Súrefni|súrefnis]] við [[Bruni|bruna]], hann barðist í áraraðir fyrir því að súrefniskenning hans yrði samþykkt en á þessum tíma var allt vísindasamfélagið sammála um að [[Flógiston|flógistonkenningin]] væri rétt. Lavoisier áttaði sig líka á að vatn væri [[efnasamband]], að [[brennisteinn]] og [[fosfór]] væru [[frumefni]] en ekki efnasambönd og svo spáði hann fyrir um tilvist [[Kísill|kísils]]. Lavoisier setti saman fyrsta almennilega listann yfir frumefni og bjó til almennt nafnakerfi fyrir [[Sýra|sýrur]] og oxíð sem er enn notað í dag, rúmum tvöhundruð árum seinna. Uppgötvanir Lavoisiers og hugmyndir hans um hvernig skyldi framkvæma vísindalegar rannsóknir gjörbreyttu efnafræðinni sem fræðigrein og er þetta framlag hans til efnafræðinnar stundum kallað [[efnafræðibyltingin]].
 
== Æviágrip ==
 
=== Yngri ár og menntun ===
Antoine-Laurent Lavoisier var fæddur 26. ágúst 1743 í [[París]] í [[Frakkland|Frakklandi]]. Hann fæddist inn í ríka fjölskyldu, faðir hans var lögmaður og móðir hans var af góðum ættum. Þegar Lavoisier var 5 ára lést móðir hans og var hann því að miklu leiti alinn upp af frænku sinni, Mademoiselle Constance Punctis sem tryggði honum góða menntun<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=The Catholic Encyclopedia bók 9|höfundur=C. F. McKenna|útgefandi=The Encyclopedia Press|ár=1913|bls=132}}</ref>. Hann hóf nám við Mazarin háskóla þegar hann var 11 ára og nam þar lögfræði eins og faðir hans. Meðan á náminu stóð kynntist hann jarðfræðingnum [[Jean-Étienne Guettard]] og heillaðist af náttúruvísindum<ref name=":1">{{Bókaheimild|titill=The Chemical Revolution|útgefandi=American Chemical Society|ár=1999|bls=4}}</ref>.
 
=== Fyrstu rannsóknir ===