„Antoine Lavoisier“: Munur á milli breytinga

franskur efnafræðingur (1743-1794)
Efni eytt Efni bætt við
Siggigg97 (spjall | framlög)
Ný síða
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. janúar 2021 kl. 21:03

Antoine Lavoisier (26. ágúst 1743 – 8. maí 1794) var franskur efnafræðingur. Framlag hans til efnafræðinnar var gífurlegt og er hann oft kallaður faðir nútímaefnafræðinnar. Lavoisier tókst á vísindaferli sínum að umbylta því hvernig hin vísindalega aðferð var notuð í efnafræðirannsóknum og hversu nákvæmlega niðurstöður voru skráðar niður, það mætti segja að hann hafi gert efnafræði að almennilegri vísindagrein. Lavoisier er einna þekktastur fyrir það að átta sig á hlutverki súrefnis við bruna, hann barðist í áraraðir fyrir því að súrefniskenning hans yrði samþykkt en á þessum tíma var allt vísindasamfélagið sammála um að flógistonkenningin væri rétt. Lavoisier áttaði sig líka á að vatn væri efnasamband, að brennisteinn og fosfór væru frumefni en ekki efnasambönd og svo spáði hann fyrir um tilvist kísils. Lavoisier setti saman fyrsta almennilega listann yfir frumefni og bjó til almennt nafnakerfi fyrir sýrur og oxíð sem er enn notað í dag, rúmum tvöhundruð árum seinna. Uppgötvanir Lavoisiers og hugmyndir hans um hvernig skyldi framkvæma vísindalegar rannsóknir gjörbreyttu efnafræðinni sem fræðigrein og er þetta framlag hans til efnafræðinnar stundum kallað efnafræðibyltingin.