„Enski bikarinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 26:
 
Hörmulegur atburður átti sér stað í bikarleik milli Bolton og Stoke City árið 1946 þar sem 33 áhorfendur létust eftir að hafa troðist undir. Þrátt fyrir blóðbaðið var ákveðið að ljúka leiknum og var sú ákvörðun fordæmd af mörgum.
 
===1951-2000===
Bikarúrslitaleikurinn 1953 varð sögufrægur, ekki hvað síst vegna þátttöku [[Stanley Matthews]] sem var 38 ára gamall. Hann hafði tvívegis tapað í úrslitum en náði loks að lyfta bikarnum eftir 4:3 sigur Blackpool á [[Bolton Wanderers]], sem misst hafði tvo leikmenn meidda af velli með 3:1 forystu. Þetta var ekki eini úrslitaleikurinn í sögu keppninnar þar sem meiðsli leikmanna höfðu áhrif á úrslit leikja, þannig beinbrotnuðu leikmenn í fimm úrslitaleikjum á árunum 1957-65. Það var ekki fyrr en leiktíðina 1966-67 að skiptingar voru heimilaðar í bikarkeppninni.
 
Árið 1970 var í fyrsta sinn keppt um bronsverðlaun í bikarkeppninni, þar sem Manchester United og Watford mættust. Áhugi leikmanna og áhorfenda á keppninni um þriðja sætið reyndist takmarkaður og í síðasta sinn var keppt um titilinn vorið 1974.
 
Hundraðasti bikarúrslitaleikurinn fór fram árið 1981, milli Tottenham og Manchester City.
 
Leiktíðina 1990-91 þurfu Arsenal og [[Leeds United]] að mætast fjórum sinnum í viðureign sinni í fjórðu umferð. Í kjölfarið ákvað Enska knattspyrnusambandið að önnur viðureign félaga skyldi ráðast með vítaspyrnukeppni í stað nýs leiks til að koma í veg fyrir fjölgun leikja. Sama ár var farið að halda undanúrslitaleiki á Wembley.
 
Fyrsta vítaspyrnukeppnin í sögu bikarkeppninnar var á milli Scunthorpe United og Rotherham United og lauk með 6:7 sigri þeirra síðarnefndu. Nokkur ár liðu enn áður en vítaspyrnukeppnir voru teknar upp í forkeppni bikarsins.
 
Árið 1999 var undanúrslitaviðureign endurtekin í síðasta sinn. Upp frá því var ákveðið að grípa skyldi til vítaspyrnukeppni í lok allra undanúrslitaleikja og úrslitaleikja ef þurfa þætti. Sama ár varð keppnin fyrir áfalli þegar ríkjandi meistarar, Manchester United, ákváðu að senda ekki lið til leiks vegna þátttöku í Heimsmeistarakeppni félagsliða. Þess í stað var dregið út taplið úr 2. umferð keppninnar og varð Darlington því fyrsta liðið í sögu keppninnar til að tapa tvívegis á sömu leiktíð.
 
==Úrslitaleikir==