„U Thant“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 69:
 
Þrátt fyrir að vera einlægur [[friðarsinni]] og [[búddismi|búddisti]], hikaði Thant ekki við að beita valdi ef þurfa þótti. Í [[Kongódeilan|Kongódeilunni]] gerðu aðskilnaðarsveitir Katanga-héraðsins ítrekað árásir á liðsmenn Sameinuðu þjóðanna í landinu. Í desember 1962, eftir fjögurra daga árásir í Katanga, fyrirskipaði Thant ''Aðgerðina alslemmu'' (e. ''Operation Grandslam'') til að tryggja frjálsa för S.Þ.-liða í héraðinu. Aðgerðin reyndist árangursrík og gerði endanlega út um uppreisn aðskilnaðarsinnanna. Í janúar 1963 komst höfuðborg uppreisnarliðsins, ''Elizabethville'' undir full yfirráð Sameinuðu þjóðanna. Í ræðu við [[Columbia-háskóli|Columbiu-háskóla]] lýsti Thant þeirri von sinni að aðgerðum Sameinuðu þjóðanna í Kongó yrði lokið um mitt ár 1964.
 
Fyrir þátt sinn í lausn Kúbudeilunnar og vegna friðargæsluverkefna S.Þ. tilkynnti fastatrúi [[Noregur|Noregs]] hjá Sameinuðu þjóðunum Thant að til stæði að veita honum [[Friðarverðlaun Nóbels]] árið 1965. Thant mun hafa svarað á þá leið að hlutverk aðalritarans væri að stuðla að friði og það væri því í raun bara sjálfsögð skylda hans. Gunnar Jahn, formaður verðlaunanefndarinnar var afar andsnúin því að veita Thant verðlaunin og var á síðustu stundu tekin sú ákvörðun að þau skyldu falla [[UNICEF]] í skut. Aðrir í nefndinni studdu Thant. Þrátefli þetta stóð í þrjú ár og árin 1966 og 1967 voru engin friðarverðlaun veitt þar sem Gunnar Jahn beitti í raun neitunarvaldi gegn því að Thant hlyti þau. [[Ralph Bunche]], einn af næstráðendum Thant og sjálfur Nóbelsverðlaunahafi, sagði afstöðu Jahn fela í sér gríðarlegt ranglæti í garð Thant.
 
==Tilvísanir==