„U Thant“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 64:
 
Viðræður héldu áfram. Bandaríkin féllust á að taka niður eldflaugar sínar í [[Tyrkland|Tyrklandi]] og heita því að ráðast ekki á Kúbu gegn því að sovésku flaugarnar væru fjarlægðar. Thant flaug til Kúbu og hvatti [[Fidel Castro]] til að hleypa vopnaeftirlitsmönnum SÞ inní landið og að skila líki flugmanns U-2 vélarinnar. Castro, sem var fokillur yfir að Sovétmenn hefðu fallist á brotthvarf flauganna án samráðs við hann, harðneitaði að taka við eftirlitsmönnum en skilaði þó líkamsleifunum. Í staðinn fór vopnaeftirlitið fram úr lofti og frá bandarískum herskipum. Kjarnorkustyrjöld stórveldanna hafði verið afstýrt.
 
==Fyrra heila kjörtímabilið: Stríð í Kongó==
Endurkjör Thant sem aðalritara S.Þ. var gulltryggt þegar Krústsjov fór fögrum orðum um hann í bréfum sínum til Kennedy Bandaríkjaforseta. Í nóvember 1962 samþykkti allsherjarþingið einum rómi að gera hann að formlega skipuðum aðalritara í stað þess að vera tímabundið settur og skyldi kjörtímabilinu ljúka árið 1966. Hefðbundið kjörtímabil var fimm ár, en Thant vildi sjálfur miða við fjögur ár því hann leit svo á að þetta fyrsta starfsár hans og það sem á eftir kæmi myndi saman jafngilda einu fimm ára tímabili.
 
Þrátt fyrir að vera einlægur [[friðarsinni]] og [[búddismi|búddisti]], hikaði Thant ekki við að beita valdi ef þurfa þótti. Í [[Kongódeilan|Kongódeilunni]] gerðu aðskilnaðarsveitir Katanga-héraðsins ítrekað árásir á liðsmenn Sameinuðu þjóðanna í landinu. Í desember 1962, eftir fjögurra daga árásir í Katanga, fyrirskipaði Thant ''Aðgerðina alslemmu'' (e. ''Operation Grandslam'') til að tryggja frjálsa för S.Þ.-liða í héraðinu. Aðgerðin reyndist árangursrík og gerði endanlega út um uppreisn aðskilnaðarsinnanna. Í janúar 1963 komst höfuðborg uppreisnarliðsins, ''Elizabethville'' undir full yfirráð Sameinuðu þjóðanna. Í ræðu við [[Columbia-háskóli|Columbiu-háskóla]] lýsti Thant þeirri von sinni að aðgerðum Sameinuðu þjóðanna í Kongó yrði lokið um mitt ár 1964.
 
==Tilvísanir==