Munur á milli breytinga „Þjóðlagaþungarokk“

Bjarga 2 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
m (corr using AWB)
(Bjarga 2 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8)
== Einkenni ==
[[Mynd:Cantiga bagpipes 2.jpg|thumb|Teikning af sekkjapípuleikurum.]]
Þjóðlagaþungarokk styðst hér um bil eingöngu við [[hljóðfæri]] sem eru rótgróin í menningu ýmsa þjóða t.d [[fiðla|fiðlur]], allskonar [[Flauta|flautur]] og [[sekkjapípa|sekkjapípur]]. [[Söngur]]inn er oftar en ekki mjög melódískur og líðandi. Hinsvegar við sameiningu þungarokksins hófu hljómsveitir að innlima [[Gítar|rafmagnsgítar]], [[trommur]] og [[Bassi|bassa]] inn í tónlist sína ásamt kraftmiklum söng sem margir myndu helst líkja við öskur. Þegar á að bera saman þjóðlagamálm við þungarokk, þá felst aðalmunurinn í krafti [[tónlist]]arinnar. Þungarokk er agressíft og oftar en ekki syngur [[söngvari]]nn af öllum krafti á meðan þjóðlagamálmur er mun yfirvegaðri.<ref name="globalmetalfilm.com">{{Cite web |url=http://www.globalmetalfilm.com/what-do-we-mean-by-folk-metal |title=Geymd eintak |access-date=2013-03-12 |archive-date=2012-11-14 |archive-url=https://web.archive.org/web/20121114052933/http://www.globalmetalfilm.com/what-do-we-mean-by-folk-metal |dead-url=yes }}</ref>.
 
[[Hugmyndafræði]] þjóðlagaþungarokks einkennist af [[karlmennska|karlmennsku]] og [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]]. Af og til má sjá áhrif frá þjóðernishyggju-sósíalistum renna inn í tónlistarstefnuna gegnum svartmálmshljómsveitir sem aðhyllast slíka [[hugmyndafræði]]. Það má segja að ekki ríkja skýr mörk milli þjóðarstolts og [[Rasismi|kynþáttamismunar]] innan þjóðlagaþungarokks og hefur það leitt til þess að ýmsar hljómsveitir hafa neyðst til þess að afneita kynþáttamismunun opinberlega.<ref name="articledashboard.com">{{Cite web |url=http://www.articledashboard.com/Article/Folk-Metal-Not-All-About-Wenches-and-Mead/1442729 |title=Geymd eintak |access-date=2013-03-12 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305050246/http://www.articledashboard.com/Article/Folk-Metal-Not-All-About-Wenches-and-Mead/1442729 |dead-url=yes }}</ref>.
== Upphaf ==
Árið 1990 hófst þjóðlagaþungarokk með bresku hljómsveitinni ''[[Skyclad]]''. Þeir innlimuðu þjóðlagasöng og þjóðleg [[hljóðfæri]] inn í þungarokk. Þjóðlagaþungarokk hefur orðið mun vinsælli en áður fyrr og er hann sérstaklega vinsæll á evrópskum markaði.<ref name="articledashboard.com"/> Fyrsta platan þeirra ''The Wayward Sons of Mother Earth'' kom út árið 1991 og fékk hún einstaklega góðar móttökur frá bæði aðdáendum og fjölmiðlum.<ref>http://www.metalstorm.net/bands/biography.php?band_id=323&bandname=Skyclad</ref> Það kom mörgum á óvart þegar Skyclad gaf út fyrstu plötuna sína því þeir ákváðu að nota rafmagnaða fiðlu sem enginn hefði vogað sér að gera áður.
Dæmi um þekkt lag frá þeim er '''You are a Pirate!''' sem fjallar eingöngu um frjálsa sjóræningja sem siglaum höfin sjö og grafa upp fjársjóð
=== Heiðingja– og austurlandaþungarokk ===
[[Heiðingjaþungarokk]] vísar til tónlistar sem áherslan er lögð á trú. Heiðingjaþungarokk er náskyldur [[víkingamálmur|víkingamálmi]] og [[Epík|epískum]] [[Svartmálmur|svartmálmi]] Hljómsveitir sem falla undir slíka skilgreiningu hafa oftast bæði þjóðernislegan og svartmálmarhljóm sem einkennist af valhoppandi takti og hráslagalegum tóni. Þó svo að ekki sé hægt að segja að heiðingjaþungarokk búi yfir einhverjum sérstökum hljóm, þá má segja að notkun hljóðfæra sem algeng eru í [[þjóðlög]]um séu tíð. Órafmagnaðir [[gítar]]ar eru sérstaklega áberandi.<ref>http://mp3.com/top-downloads/genre/pagan%20metal/{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
''Folkearth'' er vel þekkt hljómsveit á sviði trúarmálms er hljómsveitin sækir innblástur til norrænnar trúar. Hljómsveitin blandar saman þungarokki og melódískum hljómi þjóðlaga hljóðfæra. Hljómsveitin [[Orphaned Land]] er einnig þekkt fyrir að spila þungarokk með miðausturlenskum áhrifum. Þeir hófu að blanda saman arabískri og gyðingatónlist við [[þjóðlagaþungarokk]] sem þeir seinna meir gerðu að undirgrein þjóðlagaþungarokks og nefndu það [[austurlandaþungarokk]] (e. oriental metal).<ref name="globalmetalfilm.com"/>
== Neðanmálsgreinar ==