„Shandong“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Dagvidur (spjall | framlög)
Setti inn myndatexta með landakorti og lagfærði tengil
Lína 1:
[[Mynd:Shandong_in_China_(+all_claims_hatched).svg|thumb|alt=Landakort sem sýnir legu Shandong héraðs í Austur- Kína.|Kort af legu '''Shandong héraðs'''  í Austur- Kína.]]
'''Shandong''' (kínverska: 山东) er [[Héruð Kína|standhérað]] í [[Kína| Austur- Kína]] sem liggur við [[Gulahaf]] til móts við Kóreuskaga. Shandong er næstfjölmennasta hérað Kína. Þar bjuggu tæplega 99.5 milljónir íbúa árið 2016.
Nafnið Shandong, sem þýðir „austur af fjöllum“, var fyrst notað opinberlega á Jin-ættarveldinu á 12. öld. Héraðið samanstendur af tveimur aðskildum hlutum. Annars vegar er landsvæði inni í landi sem afmarkast af héruðunum í [[Hebei]] í norðri og vestri, [[Henan]] í suðvestri og [[Anhui]] og [[Jiangsu]] í suðri. Hins vegar er Shandong-skagi, sem nær um 320 kílómetra sjávarmegin frá ársléttum [[Wei]] og [[Jiaolai]], með [[Bóhaíhaf]] í norðri og [[Gulahaf]] í suðri. Skaginn er stór hluti strandlengju héraðsins eða um 2.535 kílómetra.