„Paul Doumer“: Munur á milli breytinga

Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Ekkert breytingarágrip
(Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8)
 
===Morðið á Paul Doumer===
Þann 6. maí 1932 fór Doumer forseti á Salomon de Rothschild-hótelið til að opna sýningu tileinkaða rithöfundum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Forsetinn heilsaði þar nokkrum rithöfundunum og keypti nokkrar bækur til að gefa konu sinni. Á meðan Doumer spjallaði við rithöfundinn [[Claude Farrère]] hæfðu hann skyldilega tvær byssukúlur. Sá sem skaut á hann var rússneskur [[Fasismi|fasisti]] að nafni Paul Gorgulov sem vildi hefna sín á frönsku ríkisstjórninni fyrir að gera ekki nóg til að koma frá stjórn bolsévika í Rússlandi.<ref>[http://timarit.is/same_day_init.jsp?day=11.05.1932 Forseti Frakka myrtur]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}, ''Heimskringla'', 33. tölublað (11.05.1932), bls. 1.</ref> Eftir að hafa slegist við Farrère og skotið tveimur kúlum í viðbót var Gorgulov handsamaður af öryggisvörðum og svo handtekinn.<ref>Arnaud Folch, Guillaume Perrault, ''Les Présidents de la République pour les Nuls'', Editions Générales First, 2011.</ref> Doumer var fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga honum og hann lést úr sárum sínum daginn eftir.
 
==Tilvísanir==