„Neðansjávarfornleifafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 0 heimildum og merki 2 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Lína 7:
Allt frá landnámi hafa Íslendingar treyst á fæðu sem hægt er að afla úr sjónum. Sjóferðir við strendur landsins hafa ávallt verið hættulegar og hefur margt skipið mætt örlögum sínum til dæmis á skerjum að nóttu til eða í veðurofsa á hafi úti. Rústir um fisk- og hvalveiðistöðvar má finna nánast hvar sem er eftir strandlengjunni.
 
Lítið hefur þó verið rannsakað af slíkum minjum á [[Ísland|Íslandi]] og geta hugsanlegar ástæður þess verið margar. Almennt hefur verið talið að aðstæður í sjónum við Ísland séu slæmar til varðveislu minja og því sé óþarft að leita eftir þeim. Þó benda nýlegar rannsóknir til að varðveisluskilyrði séu svipaðar og við Bretlandseyjar og reglulega festast minjar í netum veiðiskipa, bæði úr járni og viði. Margt þarf að spila saman til þess að varðveisluskilyrði séu góð, súrefnissnauðar og kaldar aðstæður auk þess sem vatnsstraumar, dýpi, selta og örlífverur spila mikilvægt hlutverk.<ref name="Archaeological Assessment of Selected Submerged Sites in Vestfirðir">{{cite journal|author=Ragnar Edvardsson|coauthors=Arnar Þór Egilsson|title=Archaeological Assessment of Selected Submerged Sites in Vestfirðir|journal=Archaeologia Islandica|year=2012|issue=9|url=http://www.instarch.is/utgafa/archaeologia_islandica/archis_9/?ew_news_onlyarea=&ew_news_onlyposition=3&cat_id=82344&ew_3_a_id=387502|accessyear=2013}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
 
Það hafa farið fram nokkrar rannsóknir sem flokkast til neðansjávarfornleifafræði, eins og rannsóknin á minjum undir sjávarmáli við Vestfirði sem Ragnar Edvardsson stýrði (2009-2010) og rannsókn Bjarna F. Einarssonar um hina svo kölluðu „Mjaltastúlku í gígnum“ (1993). Einnig má minnast á rannsóknir Ragnars Edvardssonar sem eru í gangi þegar þetta er skrifað (mars 2013), m.a. rannsókn á póstskipinu Phønix sem fórst árið 1881 við Snæfellsnes og neðansjávarkannanir á völdum stöðum við strendur Íslands.