„Miðfjarðará“: Munur á milli breytinga

Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
(Ný síða: thumb|right|[[Laugarbakki í Miðfirði. Miðfjarðará í baksýn.]] '''Miðfjarðará''' er á sem rennur um Miðfjörð í [[Vestur-Húnavat...)
 
(Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8)
 
Árnar þrjár sem mynda Miðfjarðará eiga upptök sín á heiðunum suður af Miðfjarðardölum. Vesturá kemur upp á [[Húksheiði]] og rennur um [[Vesturárdalur|Vesturárdal]]; Núpsá, sem er vatnsminnst, á upptök í Kvíslavötnum á [[Núpsheiði]] og rennur um [[Núpsdalur|Núpsdal]] og Austurá, sem er vatnsmest, á aðalupptök í [[Arnarvatn stóra|Arnarvatni]] stóra og fellur um [[Austurárdalur|Austurárdal]]. Núpsá og Austurá renna saman þar sem dalirnir mætast og kalla sumir ána Miðfjarðará frá þeim ármótum en aðrir kalla hana Austurá þar til hún rennur saman við Vesturá.
 
Áin þykir mjög falleg og er ein besta og dýrasta [[lax]]veiðiá landsins, 113 km að lengd og þar eru yfir tvö hundruð veiðistaðir. Við ána er veiðhúsið Laxahvammur. Sumarið [[2010]] var besta veiðisumar í Miðfjarðará frá upphafi og veiddust þá 4043 laxar í ánni.<ref>[{{Cite web |url=http://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3573 |title=''Metið slegið í Miðfjarðará annað árið í röð''.] |access-date=2010-10-28 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305234002/http://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3573 |dead-url=yes }}</ref>
 
== Tilvísanir ==