„Ljón“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.112.90.161 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Lína 35:
== Fæðuöflun ==
Ljón eru félagslynd dýr og lifa í stórum hópum. Í hverjum hópi eru yfirleitt þrjú skyld fullvaxta karldýr með allt að þrjátíu ljónynjur og hvolpar. Kvendýrin eru yfirleitt frekar skyld hvert öðru. Ljónynjurnar sjá að mestu um veiðar og vinnu í hópnum þó svo að einstök ljónynja sé fullfær um að veiða upp á sitt einsdæmi ef þörf krefur. Kvendýrin reynast líka vera fljótari og betri til veiða en karldýrin. Kvenljón geta náð miklum hraða, eða allt að 60 km/klst meðan á eltingaleik stendur. Ljón eru mjög þolinmóð og geta setið um bráðina svo klukkutímum skiptir en eltingaleikurinn stendur aðeins yfir í örfáar mínútur. Eftir að bráð hefur verið drepin, þá öskra ljónynjurnar nokkur lágvær öskur sem segja hinum ljónunum að koma og fá sér að éta. Fullorðin karldýr koma fyrst, svo ljónynjurnar og síðast hvolparnir.
[http://video.google.com/videoplay?docid=2294821421414041808&q=lion Myndband af ljónahjörð á buffalaveiðum]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}.
 
Oftast getur bráð ljóna hlaupið mun hraðar en meðalljón. Þess vegna veiða ljónin í vel skipulögðum hópum og læðast upp að bráðinni og reyna helst að umkringja hana áður en þau skjótast upp úr hávöxnu [[gras]]inu. En grasið á afrísku sléttunum er hvorki grænt né snöggt, heldur mjög hávaxið og er ljósbrúnt mest allt árið og er [[feldur]] ljónanna svipaður á litinn. Því falla ljónin vel inn í umhverfið sem gerir það erfitt fyrir önnur dýr að sjá þau. Litir sem gera dýr svona lík umhverfi sínu eru oftast kallaðir [[felulitir]].