„Laufás (Grýtubakkahreppi)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Lína 3:
'''Laufás í Grýtubakkahreppi''' er [[kirkja|kirkjustaður]] og prestsetur í [[Þingeyjarsýsla|Þingeyjarsýslu]]. Prestsetur hefur verið í Laufási frá fyrstu [[kristni]]. Kirkjustaðurinn kemur lítillega við sögu í [[Ljósvetninga saga|Ljósvetninga sögu]]. Laufáskirkja var helguð [[Pétur postuli|Pétri postula]]. Á árunum 1622-1636 bjuggu séra [[Magnús Ólafsson í Laufási|Magnús Ólafsson]] og kona hans Agnes Eiríksdóttir í Laufási. Edda Magnúsar Ólafssonar ([['Laufás-Edda|''Laufás-Edda'']]) er kennd við Laufás en ekki samin þar. Magnús lést 22. júlí 1636 og bróðursonur Agnesar var vígður til prests í Laufási árið 1637. Sá hét [[Jón Magnússon í Laufási|Jón Magnússon]] og var skáld.
 
Kirkjan sem stendur í Laufási er byggð árið 1865 af [[Tryggvi Gunnarsson|Tryggva Gunnarssyni]], trésmið og athafnamanni, og [[Jóhann Bessason|Jóhanni Bessasyni]] á [[Skarð í Dalsmynni|Skarði í Dalsmynni]].<ref>[http://laufasinn.is/um-laufas/ Um Laufás] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160202052543/http://laufasinn.is/um-laufas/ |date=2016-02-02 }}, Skoðað 17. ágúst 2015.</ref>
 
Í Laufási er gamall [[Torfbær|burstabær]], byggður í núverandi mynd af Jóhanni Bessasyni bónda á seinni hluta 19. aldar. Laufásbærinn er nú [[byggðasafn]] og búinn húsmunum og áhöldum líkast því sem tíðkaðist í kringum aldamótin [[1900]]. Hann var hýbýli prests þar til byggt var nýtt prestsetur árið [[1936]].