„Sýndarréttarhöld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 151-11-29, Volksgerichtshof, Adolf Reichwein.jpg|thumb|right|Réttað yfir [[Adolf Reichwein]] í [[Þriðja ríkið|Þýskalandi nasismans]] árið 1944.]]
[[Mynd:Prague trials.jpg|thumb|right|[[Rudolf Slánský]], formaður Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu, var tekinn af lífi í desember 1952 eftir sýndarréttarhöld í Prag.]]
'''Sýndarréttarhöld''' eru [[réttarhöld]] þar sem ákvörðunin um [[sekt]] eða [[sakleysi]] sakbornings hafa verið ákveðin fyrirfram. Slík réttarhöld eru oft fyrirferðamikil í [[fjölmiðlar|fjölmiðlum]] og gjarnan af pólitískum toga, það er að segja, að baki þeim liggur annað og meira en grunur um að framinn hafi verið tiltekinn [[glæpur]]. Að baki getur legið vilji til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga og að útbúa víti til varnaðar fyrir aðra.
 
Meðal þekktustu sýndarréttarhalda sögunnar eru [[Moskvuréttarhöldin]] svokölluðu, einnig kennd við [[Stalín]], á tímum [[hreinsanirnar miklu|hreinsananna miklu]] undir lok fjórða áratugarins í [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (sem [[Halldór Laxness]] varð vitni að).<ref>{{vefheimild|url=http://www.dv.is/sandkorn/2007/9/26/laxness-vid-syndarrettarhold-i-moskvu/|titill=Laxness við sýndarréttarhöld í Moskvu|ár=2007|mánuður=26. september}}</ref> Í kjölfar hreinsana Stalíns fylgdu sambærileg sýndarréttarhöld og hreinsanir víðsvegar austan [[Járntjaldið|Járntjaldsins]]. Í Albaníu var [[Koçi Xoxe]], fyrrverandi innanríkis- og varnarmálaráðherra tekinn af lífi í maí 1949 og í [[Búlgaría|Búlgaríu]] var [[Traycho Kostov]], fyrrverandi formaður Kommúnistaflokks Búlgaríu, tekinn af lífi í desember sama ár. Í Rúmeníu var [[Lucrețiu Pătrășcanu]], stjórnmálamaður, handtekinn í apríl 1948 og tekinn af lífi 1954, [[Ana Pauker]], fyrrverandi utanríkisráðherra Rúmeníu, var handtekin í febrúar 1953 og tekin af lífi 1960 og [[Vasile Luca]], náinn samstarfsmaður hennar og fyrrverandi fjármálaráðherra Rúmeníu, var dæmdur í lífstíðarfangelsi og dó í fangelsinu 1963. Í [[Ungverjaland]]i var [[László Rajk]], fyrrverandi innan- og utanríkisráðherra, tekinn af lífi í október 1949. Í Tékkóslóvakíu var [[Rudolf Slánský]], formaður Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu, tekinn af lífi í desember 1952 eftir sýndarréttarhöld í Prag.
 
[[Dreyfus-málið]] er annað frægt dæmi, sem kom upp í Frakklandi undir lok 19. aldar, í þetta sinn dæmi um [[gyðingahatur]]. [[Réttarhöldin yfir Saccho og Vanzetti]] eru þekkt í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] yfir tveimur ítölskum innflytjendum sem báðir voru [[stjórnleysistefnastjórnleysisstefna|stjórnleysingjar]] og voru teknir af lífi í ágúst 1927 eftir að hafa verið fundnir sekir um að hafa framið morð á meðan ráni stóð. Eftir á að hyggja er talið ljóst að mennirnir hafi verði sakfelldir og teknir af lífi vegna fordóma gegn stjórnmálaskoðunum þeirra.
 
== Tilvísanir ==