„Habib Bourguiba“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 32:
Árið 1935 var Bourguiba í fyrsta sinn handtekinn af frönskum stjórnvöldum fyrir aðild sína að sjálfstæðisbaráttunni. Hann sat oft í fangelsi og í útlegð næstu ár og varði meðal annars árum [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] í fangelsi í Frakklandi. Þrátt fyrir [[Orrustan um Frakkland|ósigur Frakka gegn Þjóðverjum]] og hernám Frakklands var Bourguiba þess fullviss að Þýskaland gæti ekki unnið styrjöldina og skipaði því stuðningsmönnum sínum að styðja útlegðarstjórn [[Frjálsir Frakkar|Frjálsra Frakka]] og starfa með henni á hans ábyrgð og í hans nafni.<ref name=samtíðin/> Þjóðverjar létu sleppa Bourguiba úr haldi árið 1942,<ref>{{Tímarit.is|''1015134''|''Sjálfstæðisbaráttan í Tunis''|útgáfudagsetning=20. febrúar 1952|blað=''Tíminn''|skoðað=4. júlí 2020}}</ref> fluttu hann til [[Róm]]ar og buðu honum að gerast leiðtogi túniskrar útlegðarstjórnar með þýskum stuðningi en Bourguiba hafnaði tilboði þeirra. Bourguiba sneri aftur til Túnis árið 1944 og hvatti þá landa sína til að styðja Frakka áfram í styrjöldinni.<ref name=svipmynd/>
 
Vegna stuðnings síns við Frakka var Bourguiba í sterkri stöðu eftir lok styrjaldarinnar. Hann fékk leyfi til að taka þátt í stjórnmálum á ný og Neo-Destour varð brátt sterkasti stjórnmálaflokurstjórnmálaflokkur í Túnis. Bourguiba hlaut um skeið sæti í ríkisstjórn Túnis en vegna síaukinna tilþreifana í sjálfstæðisátt var hann handtekinn á ný árið 1952 og fluttur til Frakklands. Handtaka hans leiddi til mikilla óeirða í Túnis og staða Frakka í nýlendunni varð sífellt erfiðari. Bourguiba sat í fangelsi í tvö ár en þegar [[Pierre Mendès France]] varð forsætisráðherra Frakklands árið 1954 ákvað stjórn hans að veita Túnis sjálfstæði sitt. Sem leiðtogi Neo-Destour var Bourguiba í reynd sjálfkjörinn sem fyrsti ríkisstjórnarleiðtogi hins sjálfstæða Túnis. Neo-Destour hlaut nær öll þingsætin í fyrstu kosningum hins nýsjálfstæða ríkis þann 11. apríl 1956.<ref name=tíminn1958>{{Tímarit.is|''1032367''|''Í Túnis er aðeins einn Bourguiba''|útgáfudagsetning=17. febrúar 1958|blað=''Tíminn''|skoðað=7. júlí 2020}}</ref>
 
Eftir sjálfstæði varð Túnis fyrst um sinn konungsríki og [[Múhameð 8. al-Amin]], sem hafði verið leppstjórnandi Frakka með titlinum ''[[bey]]'', varð konungur þess. Árið 1957 stóð Bourguiba hins vegar fyrir því að Túnis var lýst [[lýðveldi]] og Bourguiba varð sjálfur fyrsti forseti landsins.<ref name=tíminn1958/> Við upphaf stjórnartíðar sinnar átti Bourguiba einnig í valdabaráttu gegn öðrum leiðtoga Neo-Destour, [[Salah ben Youssef]], sem hneigðist lengra til vinstri og var hallur undir hugmyndir [[Gamal Abdel Nasser|Nassers]] Egyptalandsforseta um samheldni Arabaríkjanna.<ref name=tíminn1958/> Bourguiba greindi meðal annars á við Nasser og fylgismenn hans þar sem Bourguiba vildi viðhalda vinsamlegu sambandi við [[Vesturlönd]], sér í lagi við gömlu herraþjóðina Frakkland. Í valdabaráttunni varð Bourguiba yfirsterkari, sem leiddi til þess að Youssef flúði úr landi og hlaut hæli hjá stjórn Nassers í [[Kaíró]]. Þetta olli miklum kala í samskiptum Bourguiba og Nassers og Bourguiba sleit um skeið samskiptum við Egyptaland.<ref>{{Tímarit.is|''1318407''|''Búrgíba ræðst harkalega að Nasser''|útgáfudagsetning=17. október 1958|blað=''Morgunblaðið''|skoðað=7. júlí 2020}}</ref>