„Enski bikarinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
 
Ellefu fyrstu skiptin sem keppt var í ensku bikarkeppninni fóru lið skipuð yfirstéttarmönnum sem numið höfðu leikinn í enskum einkaskólum. Þessi lið lögðu ríka áherslu á áhugamennskuhugsjónina, enda meðlimir þeirra úr röðum efnafólks og þurftu ekkert á greiðslum að halda fyrir að spila fótbolta. Árið 1883 vann fyrsta liðið frá norðanverðu Englandi keppnina, [[Blackburn Olympic F.C.|Blackburn Olympic]]. Liðin úr norðrinu komu frá verkamannaborgum og voru oftar en ekki í eigu verksmiðjueigenda sem vildu sjá starfsfólki sínu fyrir afþreyingu. Leikmenn þessara voru úr efnaminni stéttum og þáðu yfirleitt laun fyrir að keppa, þótt það yrði framan af að gerast undir borðið. Eftir að atvinnumennskan ruddi sér almennilega til rúms hættu áhugamannaliðin í suðrinu að eiga nokkra möguleika á sigri í keppninni og hættu þau eitt af öðru þátttöku í henni.
 
===1901-50===
[[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham]] varð fyrsta bikarmeistaralið tuttugustu aldar eftir sigur á [[Sheffield United F.C.|Sheffield United]] í endurteknum úrslitaleik. Fyrri viðureignin braut blað í sögunni þar sem áhorfendur voru meira en 100 þúsund talsins. Með sigrinum varð Tottenham eina utandeildarliðið til að fara með sigur af hólmi eftir stofnun ensku deildarinnar.
 
Enska bikarkeppnin var haldin leiktíðina 1914-15 og lauk með sigri Sheffield United að viðstöddum fjölmörgum einkennisklæddum hermönnum. Harðar deilur spruttu vegna þeirrar ákvörðunar Enska knattspyrnusambandsins að halda áfram keppni þrátt fyrir að [[fyrri heimsstyrjöldin]] hefði brotist út. Töldu ýmsir óviðeigandi að fullfrískir karlmenn kepptu i fótbolta á meðan landið stæði í stríði. Knattspyrnusambandið lét undan þrýstingnum og felldi niður keppni þar sem eftir var stríðsins og það sama gilti á árum [[síðari heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]].
 
Árið 1923 fóru úrslitin í fyrsta sinn fram á [[Wembley-leikvangurinn|Wembley]], þar sem [[Bolton Wanderers F.C.|Bolton]] og [[West Ham United F.C.|West Ham]] mættust. Opinberar tölur herma að um 126 þúsund manns hafi mætt á leikinn, sem samsvaraði þeim áhorfendafjölda sem völlurinn var talinn rýma. Viðstöddum ber þó saman um að miklu fleiri hafi troðið sér inn á völlinn, jafnvel allt að 200 þúsund manns.
 
Leiktíðina 1925-26 var tekið upp á þeirri nýbreytni að lið úr tveimur efstu deildunum hófu ekki keppni fyrr en í þriðju umferð bikarsins og hefur sú tilhögun haldist til þessa dags. Sama ár voru núgildandi rangstöðureglur teknar upp í keppninni. Árið eftir varð [[Cardiff City F.C.|Cardiff City]] fyrsta og eina félagið utan Englands til að vinna keppnina, en félög frá [[Wales]] hafa löngum verið meðal þátttökuliða.
 
Hörmulegur atburður átti sér stað í bikarleik milli Bolton og Stoke City árið 1946 þar sem 33 áhorfendur létust eftir að hafa troðist undir. Þrátt fyrir blóðbaðið var ákveðið að ljúka leiknum og var sú ákvörðun fordæmd af mörgum.
 
==Úrslitaleikir==