„Enski bikarinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
[[Arsenal FC]] eru núverandi meistararar (2020) og hefur þjálfari liðsins [[Arsene Wenger]] unnið flesta bikartitla, alls 7 sinnum.
 
==Saga==
===Nítjánda öldin===
Charles W. Alcock, þá nýkjörinn formaður Enska knattspyrnusambandsins, lagði sumarið 1871 fram tillögu um að stofna til meistaramóts á vegum sambandsins þar sem aðildarfélögum gæfist færi á að keppa. Skipuð var undibúningsnefnd og fór fyrsta viðureign hinnar nýju bikarkeppni fram í nóvember sama ár. Þrettán leikum síðar voru [[Wanderers]] krýndir sem fyrstu bikarmeistarar. Árið eftir fengu ríkjandi meistararnir sjálfkrafa þátttökurétt í úrslitaleiknum, en eftir það var horfið frá þeirri reglu og bikarmeistarar fyrra árs hófu keppni um leið og önnur lið.
 
Árið 1875 þurfti í fyrsta sinn að endurtaka úrslitaleik eftir að [[Royal Engineers A.F.C.|Royal Engineers]] og [[Old Etonians F.C.|Old Etonians]] skildu jöfn. Fóru báðar viðureignirnar fram á [[Kennington Oval]] eins og velflestir úrslitaleikir þeirra ára.
 
Núverandi keppnistilhögun fór að taka á sig mynd leiktíðina 1888-89 þegar komið var á svæðisbundinni forkeppni, sama ár og ensku deildarkeppninni var komið á legg. Sama ár tókst utandeildarliðinu Warwick County að slá [[Stoke City F.C.]] úr keppni, en óvænt úrslit af þeim toga hafa alla tíð verið talin hluti af ''töfrum bikarsins''.
 
Ellefu fyrstu skiptin sem keppt var í ensku bikarkeppninni fóru lið skipuð yfirstéttarmönnum sem numið höfðu leikinn í enskum einkaskólum. Þessi lið lögðu ríka áherslu á áhugamennskuhugsjónina, enda meðlimir þeirra úr röðum efnafólks og þurftu ekkert á greiðslum að halda fyrir að spila fótbolta. Árið 1883 vann fyrsta liðið frá norðanverðu Englandi keppnina, [[Blackburn Olympic F.C.|Blackburn Olympic]]. Liðin úr norðrinu komu frá verkamannaborgum og voru oftar en ekki í eigu verksmiðjueigenda sem vildu sjá starfsfólki sínu fyrir afþreyingu. Leikmenn þessara voru úr efnaminni stéttum og þáðu yfirleitt laun fyrir að keppa, þótt það yrði framan af að gerast undir borðið. Eftir að atvinnumennskan ruddi sér almennilega til rúms hættu áhugamannaliðin í suðrinu að eiga nokkra möguleika á sigri í keppninni og hættu þau eitt af öðru þátttöku í henni.
 
==Úrslitaleikir==