„Hindúasiður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Beaglebear108 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Merki: Breyting tekin til baka
Beaglebear108 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Merki: Breyting tekin til baka
Lína 2:
<onlyinclude>'''Hindúasiður''' eða '''hindúatrú''' ('''सनातन धर्म'''; venjulega kallað ''Sanātana Dharma'', gróflega þýtt sem „''trúin sem endist''“) eru þriðju fjölmennustu [[trúarbrögð]] heims. Þau eru einnig meðal elstu trúarbragða sem enn eru iðkuð, komin af sömu rót og trúarbrögð [[Grikkland hið forna|Forngrikkja]] og [[Rómverjar|Rómverja]] og [[Norræn goðafræði|norrænna manna]]. Þau má rekja til [[Indóevrópsk tungumál|indó-evrópsku]] [[Veda]]-menningarinnar um [[2000 f.Kr.]]. Það er þó ekki svo að segja að hindúismi eins og hann kemur fyrir núna sé gamall, heldur hefur hann breyst mikið í gegnum tíðina með hinum ýmsu breytingum á [[Indlandsskagi|Indlandsskaganum]] þar sem þau hafa alltaf verið langmest iðkuð. Hindúismi er í raun lífsviðhorf frekar en trúarbrögð, alltént í hefðbundnum vestrænum skilningi. Í hindúisma eru margir guðir og flokkast trúarbrögðin því sem [[Fjölgyðistrú|fjölgyðistrúarbrögð]] en mikilvægara atriði en að dýrka guðina er samt að lifa vel, og að með [[endurholdgun]] ná loks [[nirvana]], hinu endanlega stigi sem markar þann áfanga þegar einstaklingurinn losnar úr lífinu. Hindúismi nútímans er oftast flokkaður í [[Saivismi|saivisma]], [[Shaktismi|shaktisma]], [[Vaishnavismi|vaishnavisma]] og [[Smarthismi|smarthisma]]. Upp úr hindúisma má svo segja að trúarbrögðin [[búddismi]], [[Jaínismi|jainismi]] og [[síkismi]] hafi sprottið en saman mynda þessi fjögur trúarbrögð flokk [[Dharma trúarbrögð|dharma trúarbragða]].
 
== Uppruni hindúismahindúasiðar ==
[[Mynd:A Hindu temple in Penang Malaysia.jpg|thumb|Hindúa musteri í Penang í Malasíu]]
Hindúatrú er elstu trúarbrögð nútímans. Trúin er upprunin í Indusdal í austurhluta [[Pakistan]] sem áður fyrr var partur af [[Indland]]<nowiki/>i þar sem 83% íbúanna eru hindúar. Fyrir mörg þúsund árum bjó fólk í stórum borgum í Indusdal. Borgirnar voru háþróaðar á þess tíma mælikvarða, voru með vatnsveitukerfi, brunna og sorphirða. Fornleifafræðingar hafa sýnt fram á að samfélag borganna hafi verið vel skipulagt og tæknivætt þótt margt sé enn á huldu.