„U Thant“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 51:
 
Hann lét mikið til sín taka á alþjóðavettvangi og árið 1955 stýrði hann Bandung-ráðstefnunni á [[Indónesía|Indónesíu]] sem varð upphafið að alþjóðlegri hreyfingu hlutlausra ríkja. Frá 1957-61 stýrði hann fastanefnd Búrma hjá Sameinuðu þjóðunum og tók virkan þátt í samningaviðræðum í tengslum við frelsisbaráttu [[Alsír]]. Árið 1961 var honum veitt forstaða fyrir nefnd SÞ um málefni Kongó.
 
==Aðalritarakjörið 1961==
 
Eftir sviplegt fráfall [[Dag Hammarskjöld]] hófst þegar leit að eftirmanni hans. [[Sovétríkin|Sovétmenn]] töluðu fyrir því að breyta yfir í þriggja aðalritarakerfi, þar sem einn kæmi frá Sovétríkjunum en annar frá [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], en þær hugmyndir mættu andstöðu. Ákveðið var að velja úr hópi samstarfsmanna Hammarskjöld og reyndist Thant vera sá eini sem risaveldin tvö gátu komið sér saman um. Þrátt fyrir það liðu enn fjórar vikur þar sem stórveldin tókust á um valið.
 
Í nóvember 1961 var Thant kjörinn einróma af allsherjarþingi SÞ og skyldi fyrsta kjörtímabilið renna út vorið 1963, innan við einu og hálfu ári síðar. Árið 1962 var honum þó veitt endurnýjað umboð og aftur árið 1966. Thant lét af störfum árið 1971 eftir tíu ár og tvo mánuði í embætti, lengur en nokkur annar sem gegnt hefur starfinu.
 
==Tilvísanir==