„Gay Liberation Front“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
MxraNxli (spjall | framlög)
Ný síða: Gay Libertaion Front einnig þekkt undir skammstöfun sinni '''GLF''' er bandarísk baráttuhreyfing samkynhneigðra. Hreyfingin á rætur að rekja til hins svokallaða Stonewall-u...
 
Umskrifað
Lína 1:
'''Gay Libertaion Front''' '''(GLF''') var hreyfing sem barðist fyrir réttindum samkynhneigðra í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratugnum. Fyrstu GLF samtökin voru stofnuð í New York í júlí 1969 og á næstu árum voru GLF samtök stofnuð í öðrum borgum Bandaríkjanna, auk Bretlands og Kanada. Þau eru ein af mörgum róttækum baráttusamtökum samkynhneigðra sem spruttu upp úr [[Stonewall-uppþotin|Stonewall-uppþotunum]] árið 1969 og eru meðal róttækum fjöldahreyfinga sem komu fram á sjöunda áratugnum og kallaðar hafa verið [[Nýja vinstrihreyfingin]]. Ólíkt eldri hreyfingum (e. ''Homophile Movemet'') voru þessar hreyfingar róttækari í baráttuaðferðum og kröfum.<ref>{{Bókaheimild|titill=A War for the Soul of America: A History of the Culture Wars|höfundur=Andrew Hartman|útgefandi=The University of Chicago Press|ár=2019|bls=33}}</ref>
Gay Libertaion Front einnig þekkt undir skammstöfun sinni '''GLF''' er bandarísk baráttuhreyfing samkynhneigðra. Hreyfingin á rætur að rekja til hins svokallaða [[Stonewall-uppþotin|Stonewall]] atburðar árið 1969. Ólíkt álíka heyfingum á fyrri tíð, var GLF hreyfingin mestmegnis stofnuð af reynslumiklum og róttækum einstaklingum hins [[Nýja vinstrihreyfingin|Nýja vinstris]]. Það stuðlaði meðal annars að því að hreyfingin öðlaðist eindreginn sess meðal félagslegs umhverfis Nýja vinstrisins.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=A War for the Soul of America: A History of the Culture Wars|höfundur=Andrew Hartman|útgefandi=The University of Chicago Press|ár=2019|bls=32}}</ref> Auk þess hóf þessi barátta samkynhneigðra brátt að tákna tilfinninganæmnina sem þá tók að myndast innan Nýja vinstrisins. Að koma opinberlega út sem samkynhneigður aðili var á þessum tíma andstætt uppistöðu hefða hinna gagnkynhneigðu Bandaríkja. Slíkt var talið brotlegt og jafnframt stjórnmálavæðing á hinu persónulega yfir á nýtt róttækt stig<ref name=":0" />. Það að sumir af hinum allra þekktustu menntamönnum meðal Nýja vinstrisins skyldu hafa verið samkynhneigðir, til að mynda [[Allen Ginsberg]], [[James Baldwin]] og [[Paul Goodman]], var að vissu marki táknrænt fyrir samkynhneigða tilhneigingu til þess að víkja á brott þeim kúgandi bandarísku viðmiðum sem hömluðu persónulegu frelsi<ref name=":0" />. Á þennan máta, er nauðsynlegt að skilja hvernig Nýja vinstrið breytti bandarískri menningu og felst stór hluti af því í ævi [[Karla Jay|Körlu Jay]], eins af stofnendum GLF hreyfingarinnar.<ref>{{Bókaheimild|titill=A War for the Soul of America: A History of the Culture Wars|höfundur=Andrew Hartman|útgefandi=The University of Chicago Press|ár=2019|bls=33}}</ref>                            
 
== Hugmyndafræði ==
Stefnuskrá Gay Liberation Front lagði áherslu á baráttu gegn [[Kapítalismi|kapítalisma]], [[feðraveldi]], [[Kynþáttahyggja|hvítri kynþáttahyggju]] og [[Heimsvaldastefna|heimsvaldastefnu]] og endurspeglaði greiningu hins nýja vinstris á bandarísku samfélagi eftirstríðsáranna. Barátta samkynheigðra væri hluti af baráttu gegn "kerfinu" og hliðstæð réttindabaráttu jaðarsetts fólks um allan heim. Gay Liberation Front gagnrýndi bæði eldri réttindabaráttusamtök homma og lesbía á borð við Mattachine Society og Daughters of Bilitis fyrir að horfa framhjá hlutverki feðraveldisins í kugun samkynhneigðra, og systurhreyfingar sínar innan hins Nýja vinstris fyrir hómófóbíu. Þó að sumir af fremstu hugsuðum hins Nýja vinstris hefðu verið samkynhneigðir, til að mynda [[Allen Ginsberg]], [[James Baldwin]] og [[Paul Goodman]], var hómófóbía útbreidd innan hreyfingarinnar og réttindabarátta samkynhneigðra jaðarsett.
 
Gay Liberation Front sagði heteronormatívu samfélagi eftirstríðsáranna og hefðbundnum fjölskyldugildum stríð á hendur og hafnaði því að samkynhneigt fólk ætti að aðlagast gildum ríkjandi samfélags, heldur ætti það að skapa nýtt samfélag. Samkynhneigt fólk ætti að vera stolt af kynhneigð sinni og játa hana opinberlega. Að "koma út úr skápnum" væri róttæk og byltingarkennd persónuleg athöfn sem hafnaði samfélagslegri kúgun. Hið persónulega væri í þessu sambandi pólítískt. <ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=A War for the Soul of America: A History of the Culture Wars|höfundur=Andrew Hartman|útgefandi=The University of Chicago Press|ár=2019|bls=32}}</ref>
 
== Áhrif ==
Samtökin voru virk á árunum 1969-71. Þau einkenndust af flötum strúktúr og grasrótarlýðræði. Innan GLF störfuðu ýmsar sellur eða hópar, þeirra á meðal ''The Flaming Faggots'', ''Third World Gay Revolution'' og ''Radicalesbians'', sem var hópur róttækra lesbía sem litu á lesbíanisma sem "femínisma í framkvæmd". Í maí 1970 stóðu félagar í hópnum fyrir gjörningi á second Congress to Unite Women þar sem þær gagnrýndu ótta meginstraumsfemínista við "lavenderógnina" og fjandskap margra leiðtoga hreyfingarinnar, á borð við [[Betty Friedan]], við réttindabaráttu samkynhneigðra kvenna.
 
Samtökin gáfu út fjölda tímarita, þar á meðal ''Come Out!'' sem birti fjölda ritgerða sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á réttindabaráttu samkynhneigðra. Dansleikir GLF voru einnig mikilvægur hluti af menningu samkynhneigðra í New York á árunum 1969-1971. Lægri aðgangseyrir og ódýrar veitingar ásamt rokkstónlist og andrúmsloft sem var íanda kynlífsbyltingar sjöunda áratugarins og átti lítið skylt við stífa hommaklúbba New York, stuðluðu að vinsældum þeirra.<ref>{{Cite journal|last=Kissack|first=T.|date=1995-04-01|title=Freaking Fag Revolutionaries: New York's Gay Liberation Front, 1969-1971|url=http://dx.doi.org/10.1215/01636545-1995-62-105|journal=Radical History Review|volume=1995|issue=62|pages=105–134|doi=10.1215/01636545-1995-62-105|issn=0163-6545}}</ref>
 
Þó samtökin hafi lognast út af 1971-2 höfðu þau varanleg áhrif á baráttuaðferðir, orðræðu og hugmyndafræði baráttuhreyfingar samkynhneigðra í Bandaríkjunum.<ref>{{Cite journal|last=Cole|date=2017|title=Gay Liberation Front and Radical Drag, London 1970s|url=http://dx.doi.org/10.14321/qed.4.3.0165|journal=QED: A Journal in GLBTQ Worldmaking|volume=4|issue=3|pages=165|doi=10.14321/qed.4.3.0165|issn=2327-1574}}</ref>
 
== Tilvísanir                        ==