Munur á milli breytinga „David Bowie“

4 bætum bætt við ,  fyrir 8 mánuðum
m
 
== Skrefin í átt að frægð ==
 
Þar sem nafn hans er fremur algengt og þá sérstaklega til að vera ekki ruglað saman við Davy Jones í hljómsveitinni [[The Monkees]] tók hann þá ákvörðun að taka upp listamannsnafn. Hann valdi eftirnafnið Bowie eftir Alamo-hetjunni Jim Bowie og hans fræga Bowie Knife.
 
David Bowie vakti fyrst athygli á sér haustið [[1969]] þegar hann gaf út smáskífuna ''Space Oddity'', epískt rokklag sem fjallar um ævintýri Toms majors í geimnum. Hann gaf svo út skífurnar ''The Man Who Sold The World'' [[1970]] sem var undir áhrifum metalrokks og popp/rokk skífuna ''Hunky Dory'' [[1971]]. Þó að Hunky Dory hafi ekki vakið víðtæka athygli er hún oft talin með bestu skífum Bowie en á henni eru meðal annars hin vinsælu lög Changes og Life on Mars. Árið [[1972]] gaf hann út ''The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars'', sem hann tók upp ásamt hljómsveit sinni ''The Spiders From Mars''. Sú plata vakti mikla athygli í Bretlandi. Auk þess vakti sviðsframkoma hans, klæðaburður og andlitsmálning líka mikla athygli.