„Mjanmar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Síðasta breyting handvirkt tekin til baka Sýnileg breyting
Ekkert breytingarágrip
Lína 50:
Mjanmar fékk eigin stjórnarskrá árið 1937 og var aðskilið frá Indlandi. Fimm árum síðar fóru Bretar brott, skömmu áður en [[Japan]]ir gerðu innrás í landið. Japanska hernámið stóð í fjögur ár. Bretar hröktu Japani á brott 1945 og leiðtogi Mjanmara, Bogyoke Aung San forseti, hóf baráttu fyrir sjálfstæði landsins. Hann var myrtur skömmu áður en Mjanmar lýsti yfir sjálfstæði.
 
Hinn 2. maí 1962 stýrði [[Ne Win]] hershöfðingi valdatöku hersins til að koma í veg fyrir skiptingu ríksins og settist að völdum. Stjórn hans þjóðnýtti alla mikilvægustu atvinnuvegi og leyfði aðeins einn stjórnmálaflokk. [[Herforingjastjórn]] stýrði landinu að meira eða minna leyti frá árinu [[1962]] þar til árið 2011. Árið 1988 urðu mikil mótmæli gegn herforingjastjórninni sem voru brotin á bak aftur. Herinn gaf að lokum upp völd sín og þingkosningar voru fyrst haldnar árið 2010. Í kosningunum árið 2015 komst lýðræðisflokkur [[Aung San Suu Kyi]] til valda en hún hafði setið í stofufangelsi eftir mótmælin 1988.
 
Frá árinu 2016 hafa hrakningar [[Róhingjar|Róhingja]]-fólks komist í hámæli og talað hefur verið um að gagnvart því hafi herinn stundað þjóðernishreinsanir.