„Hamburger SV“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 51:
Hið nýstofnaða félag komst þegar í fremstu röð og árið 1922 lék það til úrslita um þýska meistaratitilinn í einum sögulegasta úrslitaleik allra tíma. Fyrir daga [[Bundesliga|Bundesligu]] var þýska meistaramótið útsláttarkeppni þar sem sigurvegarar héraðsmóta mættust. Mótherjar HSV í úrslitunum vour [[1. FC Nürnberg]], eitt allra öflugasta lið Þýskalands á þessum árum. Viðureignin var flautuð af eftir meira en þriggja klukkustunda leik, þegar orðið var of dimmt til að spila. Aftur þurfti að framlengja hinn endurtekna úrslitaleik, sem þótti óprúðmannlega leikinn. Þar sem skiptingar varamanna höfðu enn ekki verið heimilaðar neyddist dómarinn til að flauta leikinn af þegar Nürnberg hafði einungis sjö leikfæra menn inná. Hart var lagt að HSV að afsala sér meistaratitlinum vegna þess og fór svo að lokum eftir mikið þref og málarekstur að engir meistarar voru krýndir þetta árið.
 
Fyrsta óumdeilda titilinn vann HSV árið eftir sigur á ''Union Oberschöneweide'' (síðar [[Union OberschöneweideBerlin]]) í úrslitum. Árið 1928 bætti félagið öðrum titli í safnið, þá eftir úrslitaleik gegn [[Hertha BSC]].
 
Á árum [[þriðja ríkið|Þriðja ríkisins]] var HSV áfram sigursælt í héraðskeppnum en náði ekki að marka djúp spor á landsvísu.