„Francisco I. Madero“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.7
Lína 29:
|undirskrift =
}}
'''Francisco Ignacio Madero González''' (30. október 1873 – 22. febrúar 1913) var [[Mexíkó|mexíkóskur]] stjórnmálamaður, rithöfundur og byltingarmaður sem var 33. forseti Mexíkó, frá árinu 1911 þar til hann var drepinn árið 1913.<ref>Krauze, bls. 250</ref><ref>Flores Rangel, Juan José. ''Historia de Mexico 2'', bls. 86. Cengage Learning Editores, 2003</ref><ref>Schneider, Ronald M. ''Latin American Political History'', bls. 168. Westview Press, 2006</ref><ref>{{Cite web |url=http://presidentes.mx/presidentes/francisco-i-madero |title=Geymd eintak |access-date=2017-07-17 |archive-date=2016-10-04 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161004053836/http://presidentes.mx/presidentes/francisco-i-madero/ |dead-url=yes }}</ref> Hann talaði fyrir samfélagsréttlæti og lýðræði. Madero er einna helst þekktur fyrir að bjóða sig fram á móti einræðisherranum [[Porfirio Díaz]] í forsetakosningum árið 1910 og fyrir að vera einn af forsprökkum [[Mexíkóska byltingin|mexíkósku byltingarinnar]].
 
Madero fæddist inn í moldríka landeignarfjölskyldu í norðurhluta Mexíkó. Hann var óvenjulegur stjórnmálamaður sem hafði aldrei gegnt embætti áður en hann bauð sig fram til forseta árið 1910. Í bók sem hann gaf út árið 1908 hvatti Madero kjósendur til að koma í veg fyrir að Porfirio Díaz yrði endurkjörinn í sjötta sinn, sem Madero taldi andlýðræðislegt. Hugsjón hans var sú að Mexíkó yrði lýðræðislegra á tuttugustu öldinni án þess að rígur þyrfti að myndast milli samfélagsstétta. Í því skyni fjármagnaði hann Andendurkjörsflokkinn (sem seinna varð Framsóknarstjórnarskrárflokkurinn) og hvatti Mexíkana til þess að rísa upp gegn Díaz, sem þeir gerðu í byrjun byltingarinnar 1910.