„Gerty Cori“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.7
 
Lína 31:
Árið 1929, eftir sex ára rannsóknarvinnu, lögðu Cori-hjónin fram kenningu sem síðar hefur verið kennd við þau og kölluð [[Cori-hringrásin]]. Kenning þeirra útskýrði hvernig [[Mjólkursýra|mjólkursýrur]] sem verða til við [[sykrurof]] í vöðvunum ferðast niður í [[Lifur|lifrina]], þar sem þær breytast í [[Glúkósi|glúkósa]] fyrir efnaskipti og eru síðan sendar aftur í vöðvana, þar sem hringrásin endurtekur sig.<ref name="ACS Landmarks" /> Rannsóknarstörf þeirra höfðu mikil áhrif á notkun [[insúlín]]s, sem var uppgötvað nokkrum árum síðar.<ref name=":1" />
 
Þrátt fyrir mikla og árangursríka rannsóknarvinnu Gerty, sem hafði birt 11 greinar sjálf og 50 í samstarfi við eiginmann sinn, hlaut hún aðeins ráðningu sem aðstoðarmaður til ársins 1946 vegna [[Kynjamismunun|kynfordóma]] bandaríska vísindasamfélagsins.<ref name="pn">[http://www-csnsm.in2p3.fr/nominatif/thibault/sfp/expositions/femmes-et-sciences.pdf ''Des femmes prix Nobel'']{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}, Institut national de physique nucléaire et de physique des particules.</ref> Við [[Háskólinn í Rochester|Háskólann í Rochester]] var Carl jafnvel varaður við því að hann væri að „eyðileggja feril sinn“ með því að birta greinar í samstarfi við eiginkonu sína.<ref name="bio">[https://www.nlm.nih.gov/changingthefaceofmedicine/physicians/biography_69.html ''Dr. Gerty Theresa Radnitz Cori''], æviágrip á vefsíðu ''United States National Library of Medicine''</ref> Háskólarnir [[Háskólinn í Torontó|í Toronto]] og [[Cornell-háskóli|Cornell]] tóku ekki til greina að ráða Gerty til starfa þrátt fyrir að sækjast eftir því að ráða eiginmann hennar.<ref name="bio" /> Loks hlutu hjónin bæði stöður við [[Washington-háskóli í St. Louis|Washington-háskóla í St. Louis]] árið 1931. Carl varð prófessor í [[Lyfjafræði|lyfjafræðum]] en Gerty varð aðstoðarmaður við lyfjarannsóknir.<ref name=":1" /> Það var ekki fyrr en árið 1946 sem Gerty varð sjálf lyfjafræðiprófessor, en þá hafði Carl tekið við stöðu forstöðumanns lífefnafræðideildar skólans.<ref name="bio" />
 
Við rannsóknir sínar á glúkósum árið 1936 uppgötvuðu hjónin [[glúkósa-1-fosfat]] með því að fylgjast með niðurbroti [[glýkógen]]s í glúkósa.<ref name=":1" /> Þetta var fyrsta skrefið í rannsókn sem leiddi til þess að hjónin unnu til [[Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði|Nóbelsverðlaunanna í lífeðlis-og læknisfræði]] árið 1947 ásamt Argentínumanninum [[Bernardo Houssay]]. Hjónin voru verðlaunuð fyrir rannsóknir sínar á glýkósum og fyrir uppgötvun Cori-hringrásarinnar.<ref name=laureat_nobel_1947>{{Vefheimild