„Finnska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Nírdexed (spjall | framlög)
Nírdexed (spjall | framlög)
Lína 34:
Stafsetning er næsta hljóðrétt, það er að segja lítill sem enginn munur er á því hvernig málið er ritað og talað. Sérhljóðin ''a'', ''o'' og ''ö'' eru eins og í [[íslenska|íslensku]], [i] er borið fram sem ''í'', [e] sem ''i'' og [ä] (a með tvípunkti) sem ''e'', [y] sem ''u'' og [u] sem ''ú''. Samhljóðin [b], [g] og [f] koma aðeins fyrir í nýlegum [[tökuorð|tökuorðum]], það er að segja þessi hljóð eru ekki til í orðum af finnskum uppruna.
Sagnorð beygjast í persónum og tölum. Persónuendingar sagnorða eru: 1.p.et. -n, 2.p.et. -t, 3.p.et. -o, 1.p.flt. -me, 2.p.flt. -te, 3.p.flt. -vat.
Óvíst er hvort bersýnileg líkindi persónuendinga og þá sérstaklega 1. og 2. persónu fleirtölu við indóevrópsk mál sé til komin fyrir áhrif frá þeim eða fyrir tilviljun enda ekki gott að skyggnast aftur í fornöld. Þá má nefna að spurning er gerð ekki með orðaröðumröðun orðaraðar heldur sérstöku spurnarviðskeyti (við sagnorð) -ko.