„Seyðisfjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 30:
Þar hefur verið sjálfvirk [[veðurathugunarstöð]] síðan 1995.
 
Í desember [[2020]] féllu margar aurskriður á bæinn í kjölfar mikilla rigninga en um 570 mm úrkoma féll á 5 dögum. 14 hús eyðilögðust og voru allir íbúar bæjarins fluttir burt tímabundið. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2020/12/18/baerinn-er-i-rust Bærinn er í rúst] Rúv, skoðað 18. desember 2020</ref> Þar á meðal voru vernduð og sögufræg hús. <ref>[https://www.visir.is/g/20202052484d/fjortan-hus-hrunin-eda-horfin-a-seydisfirdi 14 hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði]Vísir. 22/12 2020.</ref> Skriðan var sú stærsta sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi. Viðbragðsaðilar og nokkrir íbúar voru á svæðinu og í nágrenninu og sluppu sumir naumlega undan stærstu skriðunni. <ref>[https://www.vedur.is/um-vi/frettir/stora-skridan-a-seydisfirdi-su-staersta-sem-fallid-hefur-i-byggd-a-islandi Stóra skriðan á Seyðisfirði sú stærsta sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi] Vedurstofan, skoðað 25/12 2020.</ref>
== Stjórnmál ==
Í [[bæjarstjórn]] Seyðisfjarðar sitja 7 fulltrúar sem kjörnir eru af íbúum bæjarins yfir 18 ára aldri á fjögurra ára fresti. Bæjarstjórn skipar [[bæjarráð]] sem fer með fjármálastjórn bæjarins og aðrar fastanefndir sem fjalla um afmörkuð svið. Forseti bæjarstjórnar er æðsti yfirmaður hennar og hún kemur saman á opnum fundum einusinni í mánuði en bæjarráð fundar vikulega.