„Evrópukeppni bikarhafa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
→‎Saga: laga tengil
Lína 7:
 
==Saga==
Vinsældir [[Evrópukeppni meistaraliða]] sem og [[Borgakeppni Evrópu í knattspyrnu|Borgakeppni Evrópu]], forvera [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða]] sýndu fram á að eftirspurn væri eftir keppnum milli félagsliða víðsvegar að úr Evrópu. Út frá því spratt sú hugmynd að stofna sérstaka keppni fyrir sigurlið í bikarkeppnum álfunnar. Ekki voru þó allir sannfærðir um ágæti hugmyndinnar, meðal annars þar sem að bikarkeppnir voru í mörgum löndum í frekar litlum metum, öfugt við t.d. það sem tíðkaðist í [[England|Englandi]] og [[Skotland|Skotlandi]], þar sem úrslitaleikur bikarsins var talinn einn af hápunktum hvers knattspyrnuárs. Tilkoma mótsins varð því til þess að lyfta bikarkeppnum víða um lönd, enda þátttaka í Evrópukeppni talin eftirsóknarverð.
 
Fyrsta keppnin var haldin veturinn 1960-1 með þátttöku tíu liða. Mótið hafði ekki fulla formlega stöðu sem Evrópukeppni á vegum UEFA, en hefð er þó fyrir því að telja sigurvegara hennar, [[Ítalía|ítalska]] liðið [[Fiorentina]] fyrstu sigurvegarana í sögu keppninnar. Þetta fyrsta ár var leikið heima og heiman í úrslitunum og voru mótherjarnir [[Rangers FC|Rangers]]. Þegar á öðru ári keppninnar áttu velflest aðildarlönd UEFA sinn fulltrúa.