„Lionel Messi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 30:
 
Árið 2020 var framtíð Messi í óvissu þegar hann hafði ítrekað verið ósáttur við stjórnarformann Barcelona. Eftir 8-2 tap félagsins í meistaradeildinni gegn [[Bayern München]] og þjálfaraskipti þar sem [[Ronald Koeman]] tók við óskaði Messi eftir að fara frá félaginu. [[Manchester City]] er hugsanlegur áfangastaður en þar hittir hann fyrir [[Pep Guardiola]] sem þjálfaði hann hjá Barca og [[Sergio Agüero]] vin sinn. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona en mál hans hefði getað farið fyrir dómstóla. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005138d/manchester-city-gaeti-sett-a-svokalladan-messi-skatt Manchester City gæti sett á svokallaðan Messi-skatt] Vísir, skoðað 27. ágúst 2020</ref>
Messi ákvað að halda til hjá félaginu í eitt tímabil þar sem hann vildi ekki fara í málaferli við það. Í lok árs 2020 sló hann met yfir flest mörk skoruð fyrir eitt félagslið þegar hann náði 644. marki sínu fyrir Barcelona og sló þar með met [[Pelé]].
 
Messi var greindur með vaxtarhormónaskort á barnsaldri. Þegar hann flutti til Barcelona ákvað félagið að greiða lyfjakostnað því tengt. Messi hefur bæði argentínskan og spænskan ríkisborgararétt.