„Seyðisfjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
DoctorHver (spjall | framlög)
betri mynd.
Lína 15:
Vefsíða=http://www.sfk.is|
}}
 
{{CommonsCat}}
{{hreingerning}}
[[Mynd:Seyðisfjörður Sept 2019 2.jpg|thumb|Seyðisfjörður 2019.]]
 
'''Seyðisfjörður''' (áður fyrr einnig nefndur '''Seyðarfjörður''') er [[kaupstaður]] í botni samnefnds [[fjörður|fjarðar]] á [[Austfirðir|Austfjörðum]]. Staðurinn óx kringum [[síld|síldveiðar-]] og vinnslu. Íbúar voru 685 árið 2019.
 
Bærinn fékk [[kaupstaðarréttindi]] 1. janúar 1895 og var þá skilinn frá [[Seyðisfjarðarhreppur|Seyðisfjarðarhreppi]]. Kaupstaður og hreppur sameinuðust á ný 1. apríl 1990, þá undir merkjum kaupstaðarins. Nú er Seyðisfjörður hluti af sveitarfélaginu [[Múlaþing]]i.
[[Mynd:Seyðisfjörður, Iceland.jpg|300px|thumb|left|SeyðisfjörðurKirkjan á Seyðisfirði.]]
 
Seyðisfjörður er þekktur fyrir fjölskrúðugt menningarlíf en þar er árlega haldin Listahátíðin [[Á seyði]] en partur af henni eru sumartónleikaröðin [[Bláa kirkjan]] og [[LungA]] (Listahátíð ungs fólks, Austurlandi). Auk þess heldur safnið árlega '''Smiðjuhátíð''' vikuna eftir Lunga. Á Seyðisfirði má einnig finna myndlistarmiðstöðina [[Skaftfell]] sem stendur fyrir myndlistasýningum allt árið. Í bænum er einnig eina starfandi kvikmyndahúsið á Austurlandi. Bærinn á sér merka sögu sem hægt er að kynna sér með því að heimsækja [[Tækniminjasafn Austurlands]] sem hefur á safnasvæði sínu meðal annars elstu vélsmiðju landsins og fyrstu ritsímastöð landsins. [[Fjarðarselsvirkjun]] (gangsett 1913), sem er í eigu [[Rarik]], er fyrsta riðstraums- og bæjarveitan á Íslandi. Árið 2003 var stöðvarhúsið gert upp og á efri hæðinni komið fyrir sýningu.
Lína 28 ⟶ 30:
Þar hefur verið sjálfvirk [[veðurathugunarstöð]] síðan 1995.
 
Í desember [[2020]] féllu margar aurskriður á bæinn í kjölfar mikilla rigninga. Tugir húsa eyðilögðust og voru allir íbúar bæjarins fluttir burt tímabundið. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2020/12/18/baerinn-er-i-rust Bærinn er í rúst] Rúv, skoðað 18. desember 2020</ref>
 
== Stjórnmál ==