„Húsafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Asmjak (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Asmjak (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Húsafell''' er bær, [[kirkjustaður]] og áður prestssetur í [[Borgarfjarðarsýsla|Borgarfjarðarsýslu]] og er innsta byggt ból í sýslunni. Þar er nú sumarbústaðasvæði, ferðamannaþjónusta og tjaldsvæði. Þar er boðið upp á gistingu og þar er einnig verslun, [[sundlaug]], og [[golf]]völlur.
 
==Staðhættir==
Húsafellsland nær inn til jökla, að [[Eiríksjökull|Eiríksjökli]] og [[Langjökull|Langjökli]], og er jörðin mjög landmikil, um 100 ferkílómetrar. Bærinn er í miðju [[Hallmundarhraun]]i, í [[Húsafellsskógur|Húsafellsskógi]], lágvöxnum birkiskógi. Mjög veðursælt er í Húsafelli og skjólgott í hrauninu. Í Húsafellsskógi voru fjölmennustu útihátíðir landsins um [[verslunarmannahelgi]] haldnar á árunum kringum 1970 og á hátíðinni [[1969]] voru um tuttugu þúsund manns.
 
Í grenndinni eru [[Barnafoss]] og [[Hraunfossar]] og hellarnir [[Víðgelmir]] og [[Surtshellir]]. Margar góðar gönguleiðir eru í Húsafellslandi og þaðan er einnig farið í ferðalög um nágrennið, til dæmis að Eiríksjökli eða Langjökli, upp á Arnarvatnsheiði eða suður [[Kaldidalur|Kaldadal]].
 
==Söguágrip==
Í [[Laxdælasaga|Laxdælasögu]] sem er skrifuð um [[1170]] er þess getið að Brandur Þórarinsson hafi búið þar. Húsafell var lengi prestssetur og þekktasti presturinn sem þar sat er án efa [[Snorri Björnsson]], sem var Húsafellsprestur [[1756]]-[[1803]]. Um hann eru margar sögur, bæði þjóðsögur og staðfestar heimildir, og um hann hafa verið skrifaðar bækur. Hann var annálaður kraftajötunn og var einnig talinn fjölkunnugur.