„Simeon Sachsen-Coburg-Gotha“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 30:
Símon fæddist þann 16. júní árið 1937 í [[Sófía|Sófíu]], höfuðborg Búlgaríu, og var sonur [[Bóris 3. Búlgaríukeisari|Bórisar 3. Búlgaríukeisara]] og [[Jóhanna af Ítalíu|Jóhönnu keisaradrottningar]]. Árið 1943 fór Bóris, sem hafði tekið afstöðu með [[Öxulveldin|Öxulveldunum]] í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni, á fund [[Adolf Hitler|Adolfs Hitler]] í Þýskalandi en veiktist þar og var fluttur heim til Búlgaríu, þar sem hann lést þann 28. ágúst. Dauði Bórisar þótti dularfullur og marga grunaði að Hitler hefði látið eitra fyrir honum fyrir að neita að lýsa [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] stríð á hendur.<ref name=útlegð>{{Tímarit.is|''3583383''|''Í útlegð en lifir þó í voninni''|útgáfudagsetning=10. ágúst|blað=Heimilistíminn|skoðað=29. júní 2020}}</ref> Símon varð því keisari aðeins sex ára gamall, en þar sem hann var ólögráða fór ráð [[Ríkisstjóri|ríkisstjóra]] undir stjórn frænda hans, [[Kýrill, prins af Preslav|Kýrils prins]], með eiginleg völd í hans nafni.<ref name=gleymdur>{{Tímarit.is|''3612636''|''Gleymdur konungur kemur fram á sjónarsviðið''|útgáfudagsetning=16. mars 1958|blað=Sunnudagsblaðið|skoðað=29. júní 2020}}</ref>
 
Eftir ósigur Öxulveldanna í styrjöldinni tóku kommúnistar völdin í Búlgaríu, lögðu niður keisaradæmið og stofnuðu lýðveldi. Kýrill var tekinn af lífi en Jóhanna ekkjudrottning flúði land með Símon og systur hans, [[María Lovísa Búlgaríuprinsessa|Maríu Lovísu]]. Fjölskyldan hélt fyrst í útlegð til [[Egyptaland]]s, þar sem hún fékk hæli hjá [[Farúk Egyptalandskonungur|Farúk konungi]].<ref name=gleymdur/> Hún fluttist síðar til [[Madríd]] á [[Spánn|Spáni]], þar sem hún hlaut hæli hjá stjórn [[Francisco Franco|Francos]].<ref name=útlegð/> Fjölskyldan var fyrst um sinn fjárhagslega bágstödd en hagur þeirra vænkaðist nokkuð eftir að hún hlaut líftryggingu fyrir móðurafa Símons, fyrrum Ítalíukonunginn [[Viktor Emmanúel 3.]], sem lést árið 1947.<ref name=gleymdur/>
 
Á Spáni hóf Símon feril sem athafnamaður og efnaðist ágætlega. Hann rak auk þess ráðleggingaskrifstofu fyrir Búlgara sem höfðu hrakist í útlegð frá heimalandinu og stýrði ráðstefnum búlgarskra útlaga sem viðurkenndu hann enn sem keisara. Árið 1962 kvæntist hann [[Margarita Gómez-Acebo y Cejuela|Margaritu Gómez-Acebo y Cejuela]], sem var af spænskum aðalsættum. Hjónin eignuðust fimm börn: Kardam, Kýril, Kúbrat, Konstantínus og Kalínu.<ref name=útlegð/>