„Listasafn Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Uppfæri flokk (via JWB)
Kvk saga (spjall | framlög)
Lína 16:
[[1950]] er ráðinn fyrsti forstöðumaður safnsins [[Selma Jónsdóttir]] og því fenginn staður á efstu hæð nýja hússins sem reist hafði verið yfir bæði Listasafnið og Þjóðminjasafnið við [[Suðurgata|Suðurgötu]]. Þá var safnkosturinn endurheimtur alls staðar að og fékkst að mestu leyti til baka. Með nýjum lögum [[1961]] varð safnið svo sjálfstæð stofnun sem heyrir beint undir [[menntamálaráðuneytið]].
 
Listasafnið er nú staðsett í gamla [[íshús]]inu, [[Fríkirkjuvegur|Fríkirkjuvegi]] 7, við [[Tjörnin]]a í [[Reykjavík]]. Húsið var hannað af [[Guðjón Samúelsson|Guðjóni Samúelssyni]] árið [[1916]] fyrir fyrirtækið [[Herðubreið (fyrirtæki)|Herðubreið]]. Síðar hýsti það skrifstofur og sal [[FramsóknarhúsiðFramsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] og frá [[1961]] [[Glaumbær (skemmtistaður)|Glaumbæ]] sem brann [[1971]]. Þá eignaðist listasafnið húsið sem þurfti algerrar endurnýjunar við. Safnið flutti fyrst í húsið árið [[1987]]. Nýbyggingin ervar verk Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkisins.
 
Safn [[Ásgrímur Jónsson|Ásgríms Jónssonar]] er sérstök deild í Listasafni Íslands. Ásgrímur Jónsson lést árið 1958 og ánafnaði íslensku þjóðinni öll listaverk sín í eigin eigu ásamt húseign að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík. Árið 1960 var Ásgrímssafn opnað í húsi hans. Árið 1988, þegar Listasafn Íslands fluttist í eigið húsnæði, var safn Ásgríms sameinað Listasafninu samkvæmt ákvæðum í erfðaskrá hans. Heimili Ásgríms að Bergstaðastræti 74 verðurvar opnað að nýju, eftir ótímabundna lokun, á íslenska safnadeginum, sunnudaginn 8. júlí 2012.
 
Þann 21. júní 2012 var Listasafni Íslands fært Listasafn Sigurjóns Ólafssonar að gjöf. Staðfest var með undirritun gjafabréfs og samkomulags, gjöf sjálfseignarstofnunar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á listaverkum Sigurjóns Ólafssonar og öðrum eignum safnsins til Listasafns Íslands. Hér er um að ræða afar verðmæta gjöf til Listasafns Íslands, bæði í listrænu og fjárhagslegu tilliti.
 
Safnið hefur gert [[kostun]]arsamninga við fyrirtæki um ýmis verkefni. [[2006]] gerðist [[eignarhaldsfélag]]iðeignarhaldsfélagið [[Samson (fyrirtæki)ehf|Samson]] aðalstyrktaraðili safnsins til ársins [[2008]]. Í tengslum við þann samning var ákveðið að fella alveg niður [[aðgangseyrir|aðgangseyri]] að safninu. Í maí árið 2010 var tekinn upp aðgangseyrir á sérsýningar safnsins. Í dag þarf að greiða aðgangseyri fyrir allt safnið. Hægt er að ganga í listaklúbbinn Selmu en félagar fá árskort í safnið og fleiri fríðindi.
 
== Listaklúbburinn Selma í Listasafni Íslands: ==