„Glæpasaga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Norrænar glæpasögur á bókasafni í Helsinki. '''Glæpasaga''' er frásögn þar sem glæpur er framinn og sagan snýst um rannsókn l...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Nordic-Noir.jpg|thumb|right|Norrænar glæpasögur á bókasafni í Helsinki.]]
'''Glæpasaga''' er [[frásögn]] þar sem [[glæpur]] er framinn og sagan snýst um rannsókn lögreglu, leynilögreglumanns, blaðamanns eða áhugamanns á því hver framdi glæpinn og hvers vegna. Glæpasögur skiptast í margar undirgreinar, eins og [[leynilögreglusaga|leynilögreglusöguna]], [[lögfræðidrama]]ð, og [[harðsoðin glæpasaga|harðsoðnu glæpasöguna]]. Glæpasögur nýta sér [[spennusaga|spennu]] og [[ráðgátusaga|ráðgátur]] til að fanga athygli lesenda, hlustenda eða áhorfenda.
 
Til eru dæmi um glæpasögur í sagnasöfnum fyrri tíma, eins og í ''[[Þúsund og ein nótt|Þúsund og einni nótt]]'', en fyrsta glæpasaga nútímans er gjarnan talin vera ''[[Mademoiselle de Scudéri]]'' eftir [[E.T.A. Hoffmann]] frá 1819. Einnig má minnast á skáldsöguna ''Vaðlaklerkur'' eftir danska rithöfundinn [[Steen Steensen Blicher]] frá 1827. Fyrsti þekkti leynilögreglumaður bókmenntanna var [[C. Auguste Dupin]] í sögum [[Edgar Allan Poe]]. ''[[The Moonstone]]'' eftir [[Wilkie Collins]] frá 1868 er stundum talin fyrsta nútímaglæpasagan í Bretlandi. Meðal þekktustu höfunda glæpasagna samtímans eru [[Arthur Conan Doyle]], [[Agatha Christie]], [[Raymond Chandler]], [[Dashiell Hammett]], [[John le Carré]] og [[Maj Sjöwall og Per Wahlöö]]. Glæpasögur hafa lengi verið vinsælt viðfangsefni í leikritum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Sem dæmi má nefna leikritið ''[[Músagildran|Músagildruna]]'' eftir Agöthu Christie, kvikmyndina ''[[Vertigo]]'' eftir [[Alfred Hitchcock]], og útvarps-/sjónvarpsþættina ''[[Dragnet]]'' (frá 1949).