„Geitlandshraun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Asmjak (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Geitá 3.JPG|thumb|Geitá.]]
'''Geitland''' er hrauntunga mitt á milli [[Geitá|Geitár]] og [[Hvítá (Borgarfirði)|Hvítár]] er teygir sig inn til jökla á milli [[Hafrafell|Hafrafells]] og [[Hádegisfell|Hádegisfella]]. Geitland er þakið [[Geitlandshraun|Geitlandshrauni]] sem runnið hefur norður milli Hafrafells og hæðanna vestan Geitár og hefur hraunið runnið úr gíg sem er uppi undir jökli suður af Hafrafelli. [[Eldvarp]]ið er mosagróinn hóll með reglulegri [[gígskál]], um 100 m í þvermál og liggja frá honum fimm hrauntraðir, sú stærsta eftir Geitlandi endilöngu þar sem hefur runnið [[Svartá]]. Hraunið er 1- rúmkílómetri og um 40 ferkílómetrar, úfið en ágætlega gróið og syðst nær það heim undir bæ á [[Húsafell|Húsafelli]] og standa flest sumarhús Húsfellinga á Geitlandshrauni. [[Kvarnasteinsnáma]] í hrauninu var nýtt af Húsfellingum er sóttu grjótið á hestum og hjuggu til heima við fram á síðustu áratugi 19. aldar.
 
Svæðið var gert að [[friðland]]i árið [[1988]].