„Napóleonsstyrjaldirnar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Steinarj (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Turner, The Battle of Trafalgar (1806).jpg|thumb|right|''[[Orrustan við Trafalgar]]'', eftir [[William Turner]] 1806-1808]]
'''Napóleonsstyrjaldirnar''' er samheiti yfir margar [[styrjöld|styrjaldir]]. Hverjar þessar styrjaldir eru og hvenær þær hófust er mismunandi eftir fræðimönnum. Sumir telja að styrjaldartímabilið hafi hafist þegar [[Napóleon Bonaparte]] (sem styrjaldirnar eru nefndar eftir) náði völdum í [[Frakkland]]i árið [[1799]] en aðrir vilja meina að fyrsta styrjaldirnarstyrjöldin hafi hafist þegar [[Stóra-Bretland]] hóf stríð við Frakkland árið [[1803]]. Allir eru þó sammála um að þessu tímabili hafi lokið með sigri breskra og [[Prússland|prússneskra]] hermanna á her Napóleons í [[Orrustan við Waterloo|orrustunni við Waterloo]] og undirritun friðarsáttmála þann [[20. nóvember]], [[1815]].
 
Styrjaldirnar voru framhald á [[Frönsku byltingarstríðin|Frönsku byltingarstríðunum]] sem hófust í kjölfar [[Franska byltingin|Frönsku byltingarinnar]] árið [[1789]]. Napóleonsstyrjaldirnar leiddu til upplausnar [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkisins]] og vaxandi [[þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] í [[Þýskaland]]i og [[Ítalía|Ítalíu]]. Á sama tíma urðu hlutar [[Spænska heimsveldið|Spænska heimsveldisins]] sjálfstæðir. Sigur [[Bretland]]s í Napóleonsstyrjöldunum varð til þess að [[Breska heimsveldið]] efldist og Bretland varð öflugasta ríki heims á [[19. öldin|19. öld]].