„Gísli Jónsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Gudnigisla (spjall | framlög)
Ný síða um Gísla Jónsson prófessor
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 6:
 
{{aðgreining}}
[[Mynd:Gísli Jónsson.jpg|thumb|Gísli Jónsson]]
'''Gísli Jónsson''' fæddist í Reykjavík 6. júní 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. febrúar 1999.
 
=== Fjölskylda ===
Foreldrar hans voru Jón Guðnason, trésmiður og síðar bifreiðasmiður, f. 2. jan. 1896 á Kolviðarhóli, d. 28. júlí 1974 og Elínar Gísladóttur, f. 30. nóv. 1900 í Holti í Kjalarneshreppi, d. 24. ágúst 1966. Gísli átti eina systur, Aðalheiði Jónsdóttur, f. 11.5. 1927.
 
Hinn 23. júlí 1953 kvæntist Gísli Margréti Guðnadóttur, f. 9.1. 1929. Foreldrar hennar voru Guðni Markússon, bóndi og trésmiður, f. 23.7. 1893 og Ingigerður Guðjónsdóttir, húsmóðir, f. 1.5. 1897.
 
Börn Gísla og Margrétar eru: 1) Elín, kennari, f. 19.2. 1956. Hún er gift Gunnari Linnet, tölvunarfræðingi, f. 1955 og eru börn þeirra: Eyrún, f. 1979, Margrét, f. 1982, Ingvar, f. 1987, Fríða Rakel, f. 1990, Agnes, f. 1992 og Hans Adolf, f. 1996. 2) Guðni, húsgagna- og innanhússarkitekt, f. 16.10. 1957. Hann er kvæntur Kristjönu Þórdísi Ásgeirsdóttir, tónmenntakennara, f. 1957. Börn þeirra eru: Gísli, f. 1979, Kristján, f. 1981, Jakob, f. 1986, Smári, f. 1988, Jón, f. 1996 og Vignir f. 2001. 3) Ingunn, f. 26.6. 1967. Hún er gift Halldóri J. Ágústssyni, rafeindavirkja, f. 14.3.1968. Börn þeirra eru: Hafdís, f. 1988, Helena, f. 1994 og Hildur Ýr, f. 2007.
 
Nám
 
Gísli varð stúdent frá MR 1950, lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1953, M.Sc.-próf frá DTH í Kaupmannahöfn 1956 og lauk prófi í ljósmyndun frá New Yourk Institute of Photography 1995.
 
=== Störf ===
Gísli starfaði hjá áætlunar- og mælingardeild Raforkumálaskrifstofunnar 1956-58. Forstöðumaður raffangaprófunar Rafmagnseftirlits ríkisins 1958-60. Starfrækti eigin verkfræðistofu 1960-61, var rafveitustjóri Rafveitu Hafnarfjarðar 1961-69 og jafnframt slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði 1961-65. Hann var framkvæmdastjóri Sambands íslenskra rafveitna1969-75, prófessor í raforkuverkfræði við HÍ 1975-95, prófessor emiritus frá 1996 og snéri sér að ljósmyndun frá sama tíma.
 
 
Gísli gegndi fjölda trúnaðarstarfa sat m.a. í stjórn Sambands íslenskra rafveitna, var formaður Félags rafveitustjóra sveitarfélaga, sat í Hitaveitunefnd Hafnarfjarðar, var formaður Rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands, forseti Rótaryklúbbs Hafnarfjarðar, formaður verkfræðiskorar HÍ, formaður rafmagnsverkfræðiskorar HÍ, varaforseti verkfræðideildar HÍ, í stjórn Verkfræðistofnunar HÍ og formaður hennar, í yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar um árabil og sat í stjórn Neytendasamtakanna.
 
Til dauðadags var Gísli í stjórn Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði, í Ósonlagsnefnd Landlæknisembættisins, formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, formaður Námssjóðs J.C. Möller, formaður Ljóstæknifélags Íslands, forseti Landsnefndar Íslands í CIE og forseti Evrósku samtakanna LUX Europa. Hann starfaði einnig mikið að ýmsum baráttumálum neytenda allt til dauðadags.
 
Gísli var kjörinn Paul Harrisfélagi Rótaryhreyfingarinnar 1988.
 
Gísli vann að rannsóknum á notkun rafbíla á Íslandi og var frumkvöðull á því sviði hér á landi.