Munur á milli breytinga „St. Gallen“

1 bæti fjarlægt ,  fyrir 3 mánuðum
m
ekkert breytingarágrip
m
 
|-----
|}
'''St. Gallen''' ([[franska]]: ''Saint-Gall'', [[ítalska]]: ''Saint-Gall'') er sjöunda stærsta borgin í [[Sviss]] og er höfuðborg samnefndrar kantónu. St. Gallen var áður fyrr undir yfirráðum klaustursins þar í borg, en áhrif þess náðu víða um norðanverðanorðanvert Sviss. Klausturríkið var ekki afnumið fyrr en [[1796]] er [[Frakkland|Frakkar]] stofnuðu helvetíska lýðveldið og var St. Gallen innlimað í lýðveldið. Klaustrið og klausturbókasafnið eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]].
 
== Lega ==
 
=== Ríkisborgin ===
Á [[9. öldin|9. öld]] var klaustrið stækkað að mun og myndaðist þá einnig mikil byggð í kringum það. Klaustrið sjálft varð að miðstöð menntunar og lista. Mikið bókasafn myndaðist þar, sem opið var munkum og öðrum sem námu þar ýmis fræði. Árið [[926]] réðust [[Ungverjaland|Ungverjar]] á bæinn St. Gallen. Íbúar höfðu fengið aðvörun í tæka tíð og yfirgáfu bæinn. Bókasafnið og listaverk voru færð annað til geymslu. Þegar Ungverjar komu þar að var bærinn og klaustrið yfirgefið. Aðeins ein kona, hin trúaða mær [[Heilög Wiborada|Wiborada]], óskaði að verða eftir og var hún drepin af Ungverjum. Hún var gerð að dýrlingi eftir það. Þegar Ungverjar hurfu, sneru íbúar og munkar til baka og byggðu staðinn upp að nýju. Árið [[937]] brann klaustiðklaustrið til kaldra kola. Munkarnir höfðu þá með naumindum tekist að bjarga bókasafninu og öðrum helgigripum og listaverkum. Klaustrið var endurreist og fékk bærinn nú einnig múra og virki til að geta varist óvinum. St. Gallen breyttist þar með í borg, en ekki er ljóst hvenær nákvæmlega bærinn fékk borgarréttindi í [[Heilaga rómverska ríkið|þýska ríkinu]]. Klaustrið átti víðtæk réttindi og var ábótinn samtímis ríkisfursti yfir stórt landsvæði, mjög til ama öðrum veraldlegum furstum í héruðunum í kring. Árið [[947]] kemur í fyrsta sinn fram hugtakið furstaábóti. [[1180]] varð St. Gallen að ríkisborg, þ.e. að hún var sett beint undir þýska konunginn eða keisarann. Fulltrúi konungs lenti oft upp á kant við furstaábótann. Næstu aldir einkenndu átök milli íbúa St. Gallen og furstaábótans. Ábótinn vildi auka völd sín, en íbúarnir losna undan yfirráðum hans. [[1349]] braust [[svarti dauðinn]] út í borginni og létust margir úr veikinni. [[Gyðingar|gyðingum]] í borginni var kennd um þessa óárán og voru þeir í kjölfarið grimmilega ofsóttir. Sumir voru reknir í burtu, aðrir voru brenndir og drepnir. Eignir þeirra voru gerðar upptækar. Gyðingahatrið varð svo rótgróið í íbúunum að fyrsti trúarhópur gyðinga eftir þetta myndaðist ekki í St. Gallen fyrr en árið [[1850]]. [[1353]] sótti [[Karl IV (HRR)|Karl IV]] konungur borgina heim. Furstaábótinn notaði tækifærið og reyndi að kaupa sér frekari völd hjá honum og gaf konungi höfuðið á Otmar, stofnanda klaustursins og nokkrar líkamsleifar heilags Gallusar. Þetta flutti Karl konungur með sér til [[Prag]], en líkamsleifar þessar týndust í óróa trúarbragðastríðanna næstu alda.
 
=== Stríð ===
 
=== 30 ára stríðið ===
[[30 ára stríðið]] hófst [[1618]]. Nú bar svo við að aðalmótherjar stríðsins voru kaþólikkar og mótmælendur. Borginni St. Gallen var því vandi á höndum, þar sem meirihluti borgarbúa voru mótmælendur, en innan klaustursins voru menn kaþólskir. Snemma ákváðu borgarbúar og ábóti að taka ekki þátt í stríðinu, heldur að taka saman höndum og varna því sameiginlega að St. Gallen yrði fyrir skakkaföllum. Því var unnið saman að því að treysta á varnarmúra borgarinnar. Sett voru matarlög sem skömmtuðu öllu fólki mat meðan stríðið geysaðigeisaði, enda ríkti þá víða hungursneyð. Báðir aðilar buðu fram sameiginlegan her til að styrkja landamæri Sviss og nærliggjandi héraða, þar sem öryggi St. Gallen var betur tryggt ef engir herir kæmu inn í héraðið. Einu sinni, [[1635]], fékk franskur her þó að gista í borginni á leið til átakasvæða. [[1646]] hertók sænskur her undir forystu Gustav Wrangel borgina Bregenz við Bodenvatn. Bauð þá borgin St. Gallen upp á sameiginlegan her til að sitja um Bregenz til að hrekja [[Svíþjóð|Svía]] á brott, þrátt fyrir að Svíar væru mótmælendur. En ekki kom til átaka. Yfirmenn sænska hersins sóttu guðsþjónustur í St. Gallen og gáfu borginni hluta af herfangi sínu, áður en þeir hurfu á brott. Þegar samið var í stríðslok [[1648]] í friðarsamningunum í Vestfalíu, var Sviss opinberlega viðurkennt sjálfstætt ríki. Héraðið St. Gallen var einnig formlega leyst úr sambandi við þýska ríkið og varð sjálfstætt. Fram að tilkomu Frakka í lok [[18. öldin|18. aldar]] var rólegt yfir borginni St. Gallen. Þó réðist [[1712]] her frá Zürich inn í klaustrið og rændi þaðan verðmætum og listmunum. Flestum þeirra var skilað, en ósætti hefur ríkt milli borganna sökum þessa allt til ársins [[2006]], þar sem Zürich hefur neitað að skila hinu fræga hnattlíkani ábótanna.
 
=== Höfuðstaðurinn St. Gallen ===
2.349

breytingar