Munur á milli breytinga „Auður Ava Ólafsdóttir“

ekkert breytingarágrip
'''Auður Ava Ólafsdóttir''' (f. 1958) er íslenskur rithöfundur. Hún starfar sem [[lektor]] í [[listfræði]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og var um tíma forstöðumaður [[Listasafns Háskóla Íslands]].
 
Auður Ava fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar eru Sigríður Ingimundardóttir (1922-2017) húsmóðir og Ólafur Tryggvason (1913-2003) rafmagnsverkfræðingur og var Auður fjórða í röð fimm systkina.<ref name=":0">„Mikael Torfason, [https://timarit.is/page/5858921#page/n63/mode/2up „Mjög flókið að vera manneskja“], ''Fréttatíminn'' 3. árg, 49. tbl. 2012 (skoðað 4. nóvember 2020)</ref>
 
Auður lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn við Sund|Menntaskólanum við Sund]]<ref name=":0" />, stundaði nám í ítölskum bókmenntum við háskólann í [[Bologna]] 1978-1979, lauk BA-prófi í sagnfræði og bókmenntum frá Háskóla Íslands og stundaði nám í listasögu við [[Sorbonne-háskóli|Sorbonne háskóla]] í [[París]] á árunum 1982-1988.<ref>[https://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1394/PDF/p01.pdf „Hugleiðing höfundar - Teip“], ''Læknablaðið (2008)''</ref>
 
Fyrsta bók Auðar, skáldsagan ''Upphækkuð jörð'' kom úr árið 1998. Auður hlaut [[Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar]] árið 2004 fyrir verkið ''Rigning í nóvember.'' Árið 2008 hlaut hún [[Fjöruverðlaunin]] og [[Menningarverðlaun DV]] fyrir skáldsöguna ''Afleggjarinn.'' en Samasama verk hlaut einnig tilnefningu til [[Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs|Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs]] árið 2009.
 
Auður hlaut [[Íslensku bókmenntaverðlaunin]] árið 2016 fyrir skáldsöguna ''Ör'' og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018 einnig fyrir ''Ör''.<ref>Skald.is, [https://www.skald.is/product-page/au%C3%B0ur-ava-%C3%B3lafsd%C3%B3ttir „Auður Ava Ólafsdóttir“] (skoðað 4. nóvember 2020)</ref>
2.130

breytingar