„Vestur-Húnavatnssýsla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Vestur-Húnavatnssýsla''' var ein af [[Sýslur á Íslandi|sýslum Íslands]]. Sýslur eru ekki lengur [[stjórnsýslueining]]ar á Íslandi, en nafnið er enn notað til að vísa til svæðisins.
 
Vestur-Húnavatnssýsla er á [[Norðurland]]i, milli [[Austur-Húnavatnssýsla|Austur-Húnavatnssýslu]] og [[Strandasýsla|Strandasýslu]]. Nær hún frá [[Hrútafjarðará]] fyrir botni [[Hrútafjörður|Hrútafjarðar]] að [[Víðidalsfjall]]i og [[Gljúfurá]] sem rennur í [[Hópið]]. Innan sýslunnar eru þrír firðir; Hrútafjörður, [[Miðfjörður]] og [[Húnafjörður]] - allir inn af [[Húnaflói|Húnaflóa]]. Sýslan er alls 2580 km². Stærsti þéttbýlisstaður er [[Hvammstangi]] en einnig er vísir að þorpi á [[Laugarbakki|Laugarbakka]] og á [[Reykir (Hrútafirði)|Reykjum í Hrútafirði]]. Sýslunnar var fyrst getið árið [[1552]].