„Bandaríska alríkislögreglan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 9:
 
== Eftirlit FBI með mannréttindahreyfingunni ==
Á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar fór Bandaríska alríkislögreglan að hafa áhyggjur af áhrifum mannréttindaleiðtoga á borð við [[T. R. M. Howard]] og [[Martin Luther King, Jr.]], sem J. Edgar Hoover kallaði „alræmdasta lygara“ Bandaríkjanna. Voru þeir og aðrir forsprakkar réttindabaráttu blökkumanna grunaðir um tengsl við [[Kommúnistar|kommúnista]] eða vera undir áhrifum kommúnista og Sovétmanna. Bandaríska alríkislögreglan hóf aðgerð að nafni [[COINTELPRO]] (dregið af skammstöfun fyrir ''Counter Intelligence Program'') sem fól í sér eftirlit á samtökum sem voru talin ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna, þar á meðal samtökum [[Femínismi|femínista]], [[BlackSvörtu Pantherhlébarðanna]] hreyfingunni, og ýmsum leiðtogum og liðsmönnum [[Mannréttindabarátta blökkumanna í Bandaríkjunum|mannréttindahreyfingarinnar]] (e. ''Civil Rights Movement''). Meðal baráttufólks sem njósnað var um var [[Stokely Carmichael|Stokely Charmichael]].
 
Auk þess að halda uppi eftirliti með róttæklingum og starfsemi ýmissa samtaka með flugumönnum og njósnum, beitti COINTELPRO aðgerðin sálfræðilegum hernaði til þess að grafa undan baráttu samtaka sem voru undir eftirliti. Með því að dreifa ósönnum orðrómum, fölsuðum bréfum og skjölum, og með ýmsum öðrum hætti tókst útsendurum Alríkislögreglunnar að sá sundrungu í röðum aðgerðarsinna.