„Svörtu hlébarðarnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ingimar.jenni (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Svörtu hlébarðarnir''' (enska: '''Black Panther Party''' (BPP), upphaflega '''Black Panther Party for Self-Defense,''') voru samtök sem voru stofnuð 15. [[október]] árið [[1966]] í [[Oakland]], [[Kalifornía|Kaliforníu]]. Stofnendur þess voru háskólanemendurnir [[Bobby Seale]] og [[Huey P. Newton]]. Upphaflegur tilgangur samtakanna var að vakta hverfi blökkumanna til þess að vernda þá gegn lögregluofbeldi. Samtökin þróuðust hins vegar í [[Marxismi|marxískan]] byltingarhóp og börðust fyrir réttindum allra minnihlutahópa Bandaríkjanna. Samtökin dreifðust síðar til annarra landa, þar á meðal til [[Bretland|Bretlands]] og [[Alsír]]. Ágreiningur á milli Huey P. Newton og [[Eldridge Cleaver]], upplýsingaráðherra (e. ''Minister of Information'') BPP, um stjórnskipulag samtakanna leiddi til skiptingu meðlima BPP í tvær fylkingar. Í kjölfar klofningsins fór að halla undan fæti samtakanna og liðu þau formlega undir lok árið [[1982]].<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/topic/Black-Panther-Party|title=Black Panther Party {{!}} History, Ideology, & Facts|website=Encyclopedia Britannica|language=en|access-date=2020-11-16}}</ref>
 
=== Bandaríska alríkislögreglan gegn BPP ===
Árið [[1969]] sagði [[J. Edgar Hoover]], fyrsti formaður [[Bandaríska alríkislögreglan|Bandarísku alríkislögreglunnar]], að BPP væri stærsta ógn þjóðaröryggis Bandaríkjanna.<ref>{{Cite web|url=https://cdnc.ucr.edu/?a=d&d=DS19690716.2.89&e=-------en--20--1--txt-txIN--------1|title=Desert Sun 16 July 1969 — California Digital Newspaper Collection|website=cdnc.ucr.edu|access-date=2020-11-16}}</ref> Beindist athygli [[COINTELPRO]] (dregið af skammstöfun fyrir ''Counter Intelligence Program'') aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar, undir forystu J. Edgar Hoovers, að miklu leyti að BPP. Aðgerðin fól í sér eftirlit með róttækum samtökum Bandaríkjanna sem ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Auk þess beitti aðgerðin sálfræðilegum hernaði á borð við dreifingu ósanna orðróma og fölsuðum bréfum og skjölum. Aðgerðin ber ábyrgð á morðinu á [[Fred Hampton]], varaformanni BPP, og er grunuð að vera á bakvið morða ýmissa annarra leiðtoga og liðsmanna [[Mannréttindabarátta blökkumanna í Bandaríkjunum|mannréttindahreyfingarinnar]] (e. ''Civil Rights Movement'').<ref>{{Cite news|url=https://www.washingtonpost.com/history/2019/12/04/police-raid-that-left-two-black-panthers-dead-shook-chicago-changed-nation/|title=The police raid that killed two Black Panthers, shook Chicago and changed the nation|last=Mitchell|first=Robert|work=Washington Post|access-date=2020-11-16|language=en-US|issn=0190-8286}}</ref>
 
==Tilvísanir==
<references/>
 
{{sa|1966|1982}}
[[Flokkur:Bandarísk félagasamtök]]