„Donald Trump“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 83:
Samskipti Kims og Trumps bötnuðu verulega árið 2018 og þann 12. júní það ár áttu leiðtogarnir tveir sögulegan fund í [[Singapúr]].<ref>{{Vefheimild|url=https://kjarninn.is/frettir/2018-06-12-sogulegur-fundur-kim-jong-un-og-trump/|titill=Sögulegur fundur Kim Jong Un og Trump|mánuður=12. júní|ár=2018|work=''Kjarninn''|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2019}}</ref> Á fundinum undirrituðu leiðtogarnir yfirlýsingu þar sem þeir kváðust munu vinna saman að „friði og farsæld“ á Kóreuskaga og stefna að afkjarnavopnun svæðisins.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.hringbraut.is/frettir/um-hvad-somdu-trump-og-kim|titill=Um hvað sömdu Trump og Kim?|mánuður=12. júní|ár=2018|útgefandi=''Hringbraut''|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2019}}</ref> Í kjölfar fundarins sagði Trump að þeir Kim hefðu „orðið ástfangnir“ og að samband þeirra væri „dásamlegt“.<ref name=mblkjarnavopn2019>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/07/28/talinn_eiga_20_60_kjarnorkusprengjur/|titill=Efl­ir enn kjarn­orku­herafla sinn|mánuður=28. júlí|ár=2019|útgefandi=mbl.is|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2019|höfundur=Bogi Arason}}</ref> Trump og Kim hittust aftur í [[Hanoi]] í [[Víetnam]] í febrúar 2019 en slitu fundinum án samnings.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Stefán Ó. Jónsson|url=http://www.visir.is/g/2019190228800/gat-ekki-gengid-ad-krofum-kim|titill=Gat ekki gengið að kröfum Kim|mánuður=28. febrúar|ár=2019|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2019}}</ref> Þeir hittust síðan í þriðja sinn á afvopnaða svæðinu í Norður-Kóreu í júní sama ár og var þetta í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna fór inn í landið.<ref>{{Vefheimild|titill=Trump og Kim hittust í þriðja sinn: „Frábær dagur“|url=https://www.frettabladid.is/frettir/trump-og-kim-hittust-i-thridja-sinn-/|höfundur=Lovísa Arnarsdóttir|útgefandi=''Fréttablaðið''|ár=2019|mánuður=30. júní|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=25. september}}</ref> Þrátt fyrir fyrirheitin um frið og afkjarnavopnun hafa Norður-Kóreumenn þó haldið kjarnorku- og eldflaugatilraunum áfram eftir fundina<ref name=mblkjarnavopn2019/<ref>{{Vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/nordur-korea-heldur-afram-ad-throa-kjarnavopn|titill=Norður-Kórea heldur áfram að þróa kjarnavopn|mánuður=4. ágúst|ár=2018|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2019}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Skutu fjölda eld­flauga á loft|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/07/30/skutu_fjolda_eldflauga_a_loft/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=30. júlí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=25. september}}</ref> en Trump hefur engu að síður heitið Kim áframhaldandi trausti og stuðningi.<ref>{{Vefheimild|titill=Trump styður Kim áfram|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/08/02/trump_stydur_kim_afram/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=2. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=25. september}}</ref> Í desember 2019 lýstu norður-kóresk stjórnvöld því yfir að kjarnorkuafvopnun væri ekki lengur á samningaborðinu og að ekki væri þörf á frekari löngum viðræðum við Bandaríkjamenn.<ref>{{Vefheimild|titill=Kjarn­orku­af­vopn­un ekki á dag­skrá|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/12/08/kjarnorkuafvopnun_ekki_a_dagskra/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2019|mánuður=8. desember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=10. janúar}}</ref> Í nýársávarpi sínu í byrjun ársins 2020 tilkynnti Kim svo að Norður-Kóreumenn hygðust hætta að standa við orð sín um að stöðva próf­un kjarna­vopna og lang­drægra flug­skeyta.<ref>{{Vefheimild|titill=Kim Jong-un her­skár á ný­árs­dag|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/12/31/kim_jong_un_herskar_a_nyarsdag/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2019|mánuður=31. desember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=10. janúar}}</ref>
 
Þann 8. maí árið 2018 tilkynnti Trump að hann hygðist draga Bandaríkin úr [[Kjarnorkusamkomulagið við Íran|samkomulagi]] sem stjórn Baracks Obama hafði gert við [[Íran]] árið 2015 í samvinnu við [[Bretland]], [[Frakkland]], [[Kína]], [[Rússland]], [[Þýskaland]] og [[Evrópusambandið]]. Samkvæmt samningnum var dregið úr viðskiptaþvingunum gegn Íran og íranskar eignir erlendis affrystar með því skilyrði að höft yrðu sett á kjarnorkuáætlun Írans. Repúblikanar höfðu verið mjög gagnrýnir á samninginn og Trump hafði áður lýst honum sem „versta samningi allra tíma“.<ref>{{Vefheimild|titill=Trump stóð við stóru orðin um Íran|url=https://www.frettabladid.is/frettir/trump-sto-vi-storu-orin-um-iran/|útgefandi=''Fréttablaðið''|ár=2018|mánuður=9. maí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=25. september|höfundur=Þórgnýr Einar Albertsson}}</ref> Hin ríkin sem stóðu að samningnum vildu halda sig við hann og færðu ásamt [[Alþjóðakjarnorkumálastofnunin]]ni rök fyrir því að Íran hefði ekki brotið gegn ákvæðum samningsins áður en Trump ákvað að rifta honum.<ref>{{Vefheimild|titill=Trump tók mikla áhættu|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/05/10/trump_tok_mikla_ahaettu/|útgefandi=mbl.is|ár=2018|mánuður=10. maí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=25. september|höfundur=Bogi Þór Ara­son}}</ref> Bandaríkin tóku að nýju upp viðskiptaþvinganir gegn Íran í nóvember 2018<ref>{{Vefheimild|titill=Viðskiptaþvinganir gegn Íran hefjast á mánudag|url=https://www.ruv.is/frett/vidskiptathvinganir-gegn-iran-hefjast-a-manudag|útgefandi=RÚV|ár=2018|mánuður=2. nóvember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=25. september|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref> og hafa beitt frekari refsiaðgerðum gegn landinu vegna aukinnar spennu á milli ríkjanna á síðustu árum.<ref>{{Vefheimild|titill=Enn frekari þvinganir gegn Íran|url=https://www.frettabladid.is/frettir/enn-frekari-thvinganir-gegn-iran/|útgefandi=''Fréttablaðið''|ár=2019|mánuður=25. júní|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=25. september|höfundur=Þórgnýr Einar Albertsson}}</ref> Þann 3. janúar 2020 skipaðifyrirskipaði Trump dráp íranska hershöfðingjans [[Qasem Soleimani]], sem stjórnaði hernaðaraðgerðum Írans erlendis, og sagði að dauði hans hefði verið nauðsynlegur til að koma í veg fyrir stríð.<ref>{{Vefheimild|titill=Segir að árásin hafi verið gerð til að stöðva stríð|höfundur=Ásrún Brynja Ingvarsdóttir|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2020|mánuður=3. janúar|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=5. janúar|url=https://www.ruv.is/frett/segir-ad-arasin-hafi-verid-gerd-til-ad-stodva-strid}}</ref>
 
Þann 6. desember árið 2017 tilkynnti Trump að Bandaríkin hygðust viðurkenna [[Jerúsalem]] sem höfuðborg [[Ísrael]]sríkis og láta flytja sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael þangað frá [[Tel Avív]].<ref>{{Vefheimild|titill=Jerúsalem viðurkennd sem höfuðborg|url=https://www.vb.is/frettir/jerusalem-vidurkennd-sem-hofudborg/143409/|útgefandi=''Viðskiptablaðið''|ár=2017|mánuður=7. desember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=29. september}}</ref> Þann 25. mars árið 2019 undirritaði Trump jafnframt yfirlýsingu þess efnis að Bandaríkin viðurkenndu innlimun Ísraels á [[Gólanhæðir|Gólanhæðum]], sem Ísraelar hertóku í [[Sex daga stríðið|sex daga stríðinu]] árið 1967 en hafa almennt verið skilgreindar sem hernámssvæði af alþjóðasamfélaginu.<ref>{{Vefheimild|titill=Viður­kenna yf­ir­ráð Ísra­ela yfir Gól­an­hæðum|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/03/25/vidurkenna_yfirrad_yfir_golanhaedum/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=25. mars|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=29. september}}</ref> Ákvarðanir Trumps voru umdeildar á alþjóðavísu, sérstaklega meðal múslimaríkja, en var hins vegar fagnað innan Ísraels. Í þakklætisskyni vígði [[Benjamin Netanyahu]], forsætisráðherra Ísraels, nýjar ísraelskar landtökubyggðir í Gólanhæðum undir nafninu „Trumphæðir“ þann 16. júní 2019.<ref>{{Vefheimild|titill=Netanyahu vígði Trumphæðir|url=https://www.ruv.is/frett/netanyahu-vigdi-trumphaedir|útgefandi=RÚV|ár=2019|mánuður=16. júní|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=29. september}}</ref>