Munur á milli breytinga „Metri“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 11 mánuðum
ekkert breytingarágrip
m
 
'''Metri''' er [[SI grunneining|grunneining]] [[SI]]-kerfisins fyrir [[fjarlægð]], táknuð með '''m'''. Er skilgreindur út frá [[ljóshraði|ljóshraða]] og [[sekúnda|sekúndunni]], þ.ae. einn metri er ''sú vegalengd, sem ljósið fer á 1/299.792.458 hluta úr sekúndu''. Þessi [[skilgreining]] var ákveðin á sautjándu alþjóðaráðstefnunni um mælieiningar árið [[1983]]. Áður hafði metrinn verið skilgreindur á nokkra mismunandi vegu. Orðið ''metri'' er komið úr grísku, ''metron'' (μετρον) í gegnum [[franska|frönsku]], ''mètre'', sem þýðir mál eða mæling.
 
Upphaf metrans má rekja til [[18. öldin|18 aldar]]. Þá var orðið ljóst að nauðsynlegt var að skilgreina mælieiningu fyrir lengd á einhvern fastan og óumbreytanlegan hátt. Tvær stefnur voru uppi: Önnur vildi skilgreina metrann sem lengd þess [[pendúll|pendúls]] sem hefði hálfan [[sveiflutími|sveiflutíma]] jafnan einni [[sekúnda|sekúndu]]. Hin var sú að mæla [[vegalengd]]ina frá [[norðurskaut]]i að [[miðbaugur|miðbaug]] með allri þeirri nákvæmni sem til væri og skilgreina metrann sem einn tíumilljónasta hluta þeirrar vegalengdar. Frakkar tóku þá ákvörðun að byggja á síðarnefndu skilgreiningunni og notuðu [[lengdarbaugur|lengdarbauginn]] í gegnum [[París]] til [[viðmiðun]]ar. Þeir bjuggu til stöng úr [[platína|platínu]] og [[iridín]]i í hlutföllunum 90% og 10% og mörkuðu á hana tvær línur með eins metra [[millibil]]i. Þessi stöng er enn geymd í París.
1.477

breytingar