„Seychelles-eyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
mEkkert breytingarágrip
Lína 44:
 
==Heiti==
Líklegt er að Seychelles-eyjar komi fyrir í arabískum heimildum frá 14. og 15. öld undir heitinu ''Zarin'', „Systurnar“. Eftir að [[Vasco da Gama]] kom auga á eyjarnar í leiðangri sínum 1503 tóku þær að birtast á portúgölskum kortum undir ýmsum heitum, þar á meðal sem „Systurnar sjö“. Landstjóri Máritíus, [[Bertrand-François Mahé de La Bourdonnais]], sendi þangað leiðangur 1742. Stærsta eyjan var þá nefnd [[Mahé]] og eyjaklasinn Bourdonnais-eyjar eftir honum.
 
Þegar [[Sjö ára stríðið]] braust út milli Bretlands og Frakklands 1754 gerðu frönsk yfirvöld á Máritíus út leiðangur til að gera formlegt tilkall til eyjanna undir stjórn [[Corneille Nicholas Morphey]]. Hann kaus að nefna stærstu eyjuna Séchelles-eyju, eftir [[Jean Moreau de Séchelles]] sem þá var fjármálaráðherra í ríkisstjórn [[Loðvík 15.|Loðvíks 15.]] Síðar var það heiti fært á eyjaklasann og stærsta eyjan aftur nefnd Mahé. Séchelles varð síðan Seychelles á ensku.