„Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1974“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 4:
== Val á gestgjöfum ==
Á FIFA-þinginu árið 1966 var tekin ákvörðun um staðsetningu keppnanna árin 1974, [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1978|HM 1978]] og [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1982|HM 1982]]. Fyrir lá að fyrsta og síðasta keppnin yrðu í [[Evrópa|Evrópu]] en miðkeppnin í [[Norður-Ameríka|Norður-]] eða [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]]. Auk Vestur-Þjóðverja höfðu [[Spánn|Spánverjar]], [[Ítalía|Ítalir]] og Hollendingar lýst áhuga á að halda mótið 1974. Tvær síðarnefndu þjóðirnar drógu sig til baka og í kjölfarið ákváðu Spánverjar að gera slíkt hið sama gegn loforði um stuðning við að fá mótið 1982. Vestur-Þýskaland varð því sjálfkjörið í hlutverk gestgjafa.
 
== Undankeppni ==
99 lið kepptu um 14 laus sæti í úrslitakeppninni, auk gestgjafa og ríkjandi meistara. Norður-Ameríkukeppnin 1973, sem fram fór á [[Haítí]], var látin gilda sem forkeppni HM og komu heimamenn þar mjög á óvart með því að fara með sigur af hólmi. [[Mexíkó]] sat eftir þrátt fyrir að hafa keppt í sex undanförnum úrslitakeppnum. Saír varð fulltrúi Afríku í fyrsta og eina skiptið. [[Ástralía|Ástralir]] komust sömuleiðis í fyrsta sinn í úrslitakeppni eftir lokaeinvígi gegn [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]] sem endaði með oddaleik í [[Hong Kong]].
 
[[Úrúgvæ]] og [[Argentína]] unnu sína riðla í Suður-Ameríkukeppninni og komust áfram ásamt [[Síle]] sem fór líklega auðveldustu leið allra liða í úrslitin. Eftir þriggja leikja einvígi við [[Perú]] komust Sílemenn í umspil við [[Sovétríkin]], fulltrúa Evrópu. Leikurinn átti að fara fram rétt í kjölfar [[valdaránið í Síle 1973|valdaránsins 1973]], Sovétmenn neituðu að mæta til leiks og voru dæmdir úr keppni.
 
[[Svíþjóð|Svíar]] þurftu oddaleik til sigurs gegn [[Austurríki|Austurríkismönnum]] þar sem markamunur liðanna í riðlakeppninni var sá sami, [[Ungverjaland|Ungverjar]] hlutu jafnmörg stig en sátu eftir. Stórsigrar [[Holland|Hollendinga]] á [[Noregur|Norðmönnum]] (9:1) og [[Ísland|Íslendingum]] (8:0) dugðu þeim til að slá út [[Belgía|Belga]] á markatölu. [[England|Englendingar]] náðu bara jafntefli gegn [[Pólland|Pólverjum]] á heimavelli í lokaleiknum og sátu eftir. [[Spánn|Spánverjar]] og [[Frakkland|Frakkar]] féllu sömuleiðis úr leik gegn [[Júgóslavía|Júgóslövum]] og Sovétmönnum.
 
== Lukkudýr ==