„Norður-Maríanaeyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m uppfæri töflu
mEkkert breytingarágrip
Lína 36:
 
Efnahagslíf Norður-Maríanaeyja byggist á [[ferðaþjónusta|ferðaþjónustu]], [[föt|fataframleiðslu]] og fjárframlögum frá Bandaríkjunum. Þar sem landið hefur samveldisstöðu gilda ekki sömu lög þar og í Bandaríkjunum, til dæmis lög um rétt verkafólks. Þetta hefur gert það að verkum að fataiðnaðurinn á Norður-Maríanaeyjum hefur vaxið þar sem hægt er að flytja fatnað til Bandaríkjanna sem „bandaríska framleiðslu“ þótt fötin séu framleidd af farandverkafólki frá [[Kína]] og Filippseyjum sem njóta ekki sömu réttinda og kjara og verkafólk í Bandaríkjunum. Eftir [[2005]] hefur þessum iðnaði hnignað þar sem nú er heimilt að flytja inn fatnað til Bandaríkjanna beint frá Asíu vegna [[GATT]]-samninganna.
 
==Landfræði==
Norður-Maríanaeyjar eru hluti [[Maríanaeyjar|Maríanaeyja]], ásamt eyjunni [[Gvam]] í suðri. Syðri eyjarnar eru úr [[kalksteinn|kalksteini]] með flötum stöllum og [[kóralrif]]jum undan ströndinni. Nyrðri eyjarnar eru eldfjallaeyjar, með virk [[eldfjall|eldfjöll]] á mörgum eyjanna, þar á meðal [[Anatahan]], [[Pagan]], og [[Agrihan]]. Eldfjallið Agrihan er hæsti tindur eyjanna, 965 metrar á hæð. Fjallið var fyrst klifið af leiðangri undir stjórn John D. Mitchler og Reid Larson, 1. júní 2018.<ref>{{cite news |last1=Frick-Wright |first1=Peter |title=The Obsessive Quest of High Pointers |work=[[Outside (magazine)|Outside]]|url=https://www.outsideonline.com/2379686/high-pointers |accessdate=30. janúar 2019 |date=15. janúar 2019}}</ref>
 
Anatahan er lítil eldfjallaeyja 130 km norðan við Saípan. Hún er um 10 km löng og 3 km breið. Eldgos hófst í austurgíg Anatahan 10. maí 2003. Síðan þá hafa skipst á tímabil eldvirkni og hvíldartímabil. Þann 6. apríl 2005 er talið að 1.416.000 rúmmetrar af ösku og hrauni hafi gosið úr fjallinu. Stórt öskuský sveif yfir Saípan og Tinian.<ref>{{cite web|url=https://hvo.wr.usgs.gov/volcanowatch/archive/2005/05_07_21.html|title=Anatahan Volcano's Ash Clouds Reach New Heights|last=Observatory|first=HVO, Hawaiian Volcano|website=hvo.wr.usgs.gov|access-date=2017-02-03}}</ref>
 
*Nyrsti oddi – [[Farallon de Pajaros]]
*Austasti oddi – [[Farallon de Medinilla]]
*Syðsti oddi – [[Puntan Malikok]], [[Rota (eyja)|Rota]]
*Vestasti oddi – [[Farallon de Pajaros]]
 
==Efnahagslíf==
Norður-Maríanaeyjar hafa notið góðs af stöðu sinni innan Bandaríkjanna með innflutningi ódýrs vinnuafls frá Asíu. Sögulega séð hefur efnahagslíf eyjanna byggst á ferðamönnum frá [[Japan]] og [[föt|fataframleiðslu]]. Eftir að takmörkunum á innflutningi fatnaðar frá Asíu var aflétt af [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]]ni 2005 hefur fataiðnaðinum á Norður-Maríanaeyjum hnignað og öllum fataverksmiðjunum var lokað 2009. Sama ár hætti flugfélagið [[Japan Airlines]] flugi til eyjanna sem olli samdrætti í ferðaþjónustu.
 
Norður-Maríanaeyjar nýttu sér að vera hluti af Bandaríkjunum án þess að þar gilti sama vinnulöggjöf. Lágmarkslaun verkafólks voru lægri og réttindi minni en í Bandaríkjunum sjálfum, en fataverksmiðjurnar gátu samt merkt framleiðslu sína „Made in USA“. Með nýrri löggjöf um lágmarkslaun sem ríkisstjórn [[George W. Bush]] samþykkti 2007 hækkuðu lágmarkslaun á Norður-Maríanaeyjum í þrepum þar til þau urðu þau sömu og í Bandaríkjunum 2018.
 
Þar sem eyjarnar eru undanþegnar bandarískri vinnulöggjöf hafa fyrirtæki þar legið undir grun um misnotkun á verkafólki, barnaþrælkun, barnavændi og þvingaðar fóstureyðingar.<ref name="TomPaine">{{cite web|url=http://www.tompaine.com/articles/2006/05/09/sex_greed_and_forced_abortions.php|title=Sex, Greed And Forced Abortions|accessdate=20. febrúar, 2008|publisher=TomPaine.com|date=9. maí, 2006|author=Rebecca Clarren|url-status=dead|archiveurl=https://web.archive.org/web/20071226013133/http://www.tompaine.com/articles/2006/05/09/sex_greed_and_forced_abortions.php|archivedate=26. desember, 2007|df=mdy-all}}</ref><ref name="Clarren">{{cite magazine| author=Rebecca Clarren| authorlink=Rebecca Clarren| title=Paradise Lost: Greed, Sex Slavery, Forced Abortions and Right-Wing Moralists| magazine=Ms.| date=2006| url=http://www.msmagazine.com/spring2006/paradise.asp| access-date=11. nóvember, 2006| archive-url=https://web.archive.org/web/20060702152508/http://www.msmagazine.com/spring2006/paradise.asp| archive-date=2. júlí, 2006| url-status=dead}}</ref>
 
Fyrir 2009 flutti mikið af farandverkafólki frá Kína til eyjanna (allt að 15.000 á ári þegar mest var) til að vinna í fataiðnaðinum. Eftir að takmörkunum á innflutningi fatnaðar frá Kína var aflétt 2005 hnignaði þessum iðnaði hratt og hann var talinn horfinn árið 2009.
 
Eyjarnar framleiða lítils háttar af landbúnaðarvörum eins og [[tapíóka]], [[nautakjöt]]i, [[kókos]], [[brauðávöxtur|brauðávöxt]], [[tómatur|tómata]] og [[melóna|melónur]], en landbúnaður var aðeins um 1,7% af vergri landsframleiðslu árið 2016.<ref name="cia._Aust">{{Cite web |title=Australia - Oceania :: Northern Mariana Islands — The World Factbook - Central Intelligence Agency |author= |work=cia.gov |date= |access-date=12. janúar 2020 |url= https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/cq.html}}</ref>
 
Aðfluttir íbúar mega ekki eiga land á eyjunum, en geta leigt það.<ref>{{cite web|url=http://overseasreview.blogspot.com/2012/06/northern-marianas-retains.html |title=Overseas Territories Review: Northern Marianas Retains constitutional land ownership provisions |publisher=Overseasreview.blogspot.com |date=2012-06-10 |accessdate=2015-08-29}}</ref>
 
==Tilvísanir==
{{reflist}}
 
{{Bandaríkin}}