Munur á milli breytinga „Kuldaboli bítur Daldóna“

== Söguþráður ==
 
Daldónarnir flýja úr fangelsi í [[Texas]] og Lukku Láki fær brátt símskeyti frá yfirvöldum þar sem hann er beðinn um aðstoð við að hafa uppi á strokuföngunum. Jobbi Daldón fær þá hugmynd að halda til [[Kanada]] þar sem Lukku Láka skortir lögsögu til að handtaka bræðurna í öðru ríki. Daldónarnir ná til Kanada en Lukku Láki fylgir í humátt á eftir ásamt Rattata. Lögreglan á staðnum, Winston PendergastPéturgarpur liðþjálfi, skýrir Láka frá því að ekki sé hægt að handtaka Daldónana nema þeir brjóti af sér. Þegar Daldónarnir ræna veitingamann í nágrenninu halda Lukku Láki og Pendergastliðþjálfinn af stað til að hafa hendur í hári þeirra. Daldónarnir flýja norður og nokkrir skógarhöggsmenn skjóta skjólshúsi yfir þá. Engu munar að Láka takist að klófesta Daldónana í nálægum bæ, en þeir komast undan við illan leik á trjábol niður straumharða á. Daldónarnir halda áfram ferð sinni norður á hundasleða og koma til gullgrafarabæjarins Golden GlowGylltalækjar. Þegar Daldónarnir uppgötva að gullgrafararnir eru duglegir að eyða öllu fé sínu á krá bæjarins ákveða þeir að yfirtaka reksturinn.
 
== Fróðleiksmolar ==
Óskráður notandi