Munur á milli breytinga „Kuldaboli bítur Daldóna“

ekkert breytingarágrip
'''Kuldaboli bítur Daldóna''' (franska: ''Les Dalton dans le blizzard'') eftir [[Morris]] (Maurice de Bevere) og [[René Goscinny]] er 22. bókin í bókaflokknum um [[Lukku Láki|Lukku Láka]]. Bókin kom út árið 1963, en sagan sem hún hefur að geyma birtist fyrst í [[Teiknimyndablaðið Svalur|teiknimyndablaðinu Sval]] árið 1962. Bókin hefur ekki komið út í íslenskri þýðingu.
[[Mynd:Mountie at Vancouver Pride (1).jpg|thumbnail|Liðsmaður konunglegu kanadísku riddaralögreglunnar.]]
== Söguþráður ==
* Kuldaboli bítur Daldóna er fyrsta Lukku Láka bókin sem gerist utan landsteina [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]], en sagan gerist að mestu í [[Kanada]]. Höfundarnir nota tækifærið og draga upp mynd af íbúum Kanada sem er frábrugðin þeirri mynd sem gefin er af íbúum Villta Vestursins í bókaflokknum, t.d. eru hinir fyrrnefndu áberandi löghlýðnari en þeir síðarnefndu. Rúmlega 40 ár liðu þangað til Lukku Láki hélt aftur til Kanada í bókinni [[La Belle Province]] sem kom út árið 2004.
* Kanada var bresk nýlenda á 19. öld og Winston Pendergast er greinilegur fulltrúi gamla heimsveldisins í sögunni, pollrólegur sama á hverju gengur og fær sér te með mjólkurdreitil útí við hvert tækifæri. Í sögunni er líka skírskotað til fransks uppruna Kanadamanna, en nokkrar persónur sögunnar bera frönsk nöfn, t.d. veiðimaðurinn Grospierre og skógarhöggsmaðurinn Minceruisseau.
 
== Íslensk útgáfa ==
Kuldaboli bítur Daldóna kom út á vegum [[Froskur útgáfa|Frosks útgáfu]] í íslenskri þýðingu árið 2020.
 
[[Flokkur:Lukku Láki]]
Óskráður notandi