Munur á milli breytinga „Jean-Claude Duvalier“

m
Stjórn Duvaliers neyddist til þess að leyfa vísi að stjórnarandstöðu í landinu á áttunda áratugnum vegna þrýstings frá stjórn [[Jimmy Carter]] Bandaríkjaforseta. Stjórnarandstæðingum var þó ekki leyft að komast til verulegra áhrifa. Þegar leið á níunda áratuginn reyndi Duvalier að sannfæra heiminn um að lýðræði ríkti á Haítí, meðal annars með því að ferðast um suðurhluta landsins og dreifa peningaseðlum til landsmanna út um gluggann á bifreið sinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Lýðræði, draumsýn í ríki Baby Doc|url=https://timarit.is/page/2476709|útgefandi=''Dagblaðið Vísir''|ár=1983|mánuður=3. júní|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=11. mars}}</ref>
 
Duvalier olli nokkrum usla árið 1980 þegar hann kvæntist [[Michele Pasquet]], dóttur auðugs viðskiptamanns. Papa Doc hafði á valdatíð sinni lagt áherslu á yfirburði hins þeldökka meirihluta landsmanna. Mörgum Haítum mislíkaði að Baby Doc skyldi ganga að eiga hörundsljósa kreólakonu og þannig rjúfa traust Duvalier-feðganna við svarta meirihlutann. Auk þess blöskraði mörgum landsmönnum hve dýrt brúðkaup þeirra var, en það mun hafa kostað rúmlega þrjár milljónir Bandaríkjadala.<ref name=endurkoma/> Hjónabandið varð Duvalier til frekari óvinsælda vegna eyðslusemi forsetafrúarinnar, sem fór oft í innkaupaferðir til Evrópu og sankaði að sér miklu safni af minkapelsum, þrátt fyrir að í Haítí ríki hitabeltisloftslag sem ekki kallar á slíkan klæðaburð.<ref name=þjóðviljinn>{{Vefheimild|titill=Dagar Baby Doc brátt taldir?|url=https://timarit.is/page/2902158|útgefandi=''Þjóðviljinn''|ár=1986|mánuður=30. janúar|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=11. mars}}</ref>
 
Andstaða við stjórn Duvaliers jókst þegar líða tók á níunda áratuginn, sér í lagi eftir að [[Jóhannes Páll 2.]] páfi heimsótti landið árið 1983 og sagði að eitthvað þyrfti þar til bragðs að taka.<ref name=endurkoma/> Árið 1986 breyttust stjórnlaus fjöldamótmæli í byltingu og Duvalier neyddist til að segja af sér og flýja land ásamt fjölskyldu sinni. Talið er að hann hafi haft með sér um hálfan milljarð Bandaríkjadala úr ríkissjóði í farteskinu.<ref>{{Vefheimild|titill=Haití: Ógnarstjórnir undir verndarvæng Bandaríkjamanna|url=https://timarit.is/page/3646754|útgefandi=''Vikublaðið''|ár=1994|mánuður=14. október|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=11. mars|höfundur=Gylfi Páll Hersir}}</ref>