„Landnámsöld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 213.181.115.50 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Merki: Afturköllun
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 19:
Á næstu árum eftir landnám Ingólfs fjölgaði [[Landnámsmenn á Íslandi|landnámsmönnum]] hratt en talið er að þeir hafi verið á bilinu 10-20 þúsund á fyrstu áratugunum eftir komu fóstbræðranna.{{heimild vantar}} Samkvæmt samantekt [[Jón Steffensen|Jóns Steffensens]] eru 383 landnámsmenn og 54 landnámskonur nefndar í [[Landnámabók]].<ref>{{vísindavefur|1590|Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir?}}</ref>
 
Ísland byggðist til fulls á rúmri hálfri öld og tók þá þegar að gæta þrengsla. Þekktust nokkrar sögur af því hvernig marka átti sér land. Segir ein þeirra að maður hafi getað eignað sér land sem því svæði nemur að hann hafi komist um með logandi eldi á einum degi. prump
 
Landnámin voru þó mjög misstór. Þeir sem fyrstir voru á ferð og komu að ónumdu landi gátu slegið eign sinni á mjög stór svæði og gefið eða selt svo öðrum hluta af því en landnámsmenn sem seinna komu urðu að láta sér nægja mun minna landrými og oft útkjálka eða afdali. Um það bil fjórðungur þeirra landnámsmanna sem taldir eru í Landnámabók virðist hafa fengið land hjá þeim sem á undan komu.